10.09.2010 20:03

Súlan EA 300 kveður i siðasta sinn


                                  Súlan EA 300 mynd af Heimasiðu SVN

                 Freysteinn Bjarnasson sleppir Súlunni EA i siðasta sinn mynd svn.is
Hið velþekkta aflaskip Súlan EA-300 hefur lokið sinni þjónustu við land og þjóð.  Kl. 22:00 þann 7. september 2010, lét skipið úr höfn frá Neskaupstað áleiðis til Belgíu þar sem skipið verður skorið í bræðslupottana og stálið endurunnið til nytsamlegra nota á ný. 

Freysteinn Bjarnason sleppir landfestum Súlunnar í síðasta sinn
Freysteinn Bjarnason sleppir landfestum Súlunnar í síðasta sinn
Súlan EA var smíðuð í Fredrikstad í Noregi árið 1967 fyrir Leó Sigurðsson útgerðarmann.  Á þessu 43ja ára lífsskeiði fór skipið í miklar breytingar m.a. lengt tvisvar, byggt yfir það og nánast öllum vél-, vindu- og tækjabúnaði skipt út.
Þrátt fyrir það var nú svo komið að leiðarlokum þar sem allmikil tæring var í böndum og byrðingi og ekki svaraði kostnaði að fara út í miklar lagfæringar þar sem mun stærri skip eru almennt notuð í dag til veiða uppsjávarfiska, skip með miklu meiri togkraft, sjókælingu, vacum löndunarkerfi o.fl.
Sverrir Leósson og Bjarni Bjarnason keyptu skipið 1988 og gerðu það út til 2007 þegar Síldarvinnslan hf. keypti útgerðina en mikið og gott samstarf hafði verið í fjölda ára milli útgerðar Súlunnar og Síldarvinnslunnar sem sést best á því að á árunum frá 1993-2007 kom Súlan með afla til Neskaupstaðar 332 sinnum samkvæmt útskrift frá Norðfjarðarhöfn.  Tölvutæk gögn náðu ekki lengra aftur í tímann.
Skipið var alla tíð fengsælt og farsælt, aldrei slasaðist þar um borð maður svo heitið geti og meðan veiðar voru frjálsar var skipið ávallt með aflahæstu skipum.
Í áhöfn Súlunnar voru góðkunningjar okkar Norðfirðinga enda nánast sömu andlitin ár eftir ár.  Skipstjórinn, Bjarni, var t.d. á skipinu í 40 ár og margir með þetta 10-20 ára starfsaldur á skipinu.
Undirritaður horfði með söknuði á eftir skipinu en samt er það svo að fátt er ömurlegra en að sjá skip grotna niður og verða að flökum, þá er betra að þau hverfi.

Freysteinn Bjarnason



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is