08.12.2010 18:56

Fyrsta loðan vertiðarinnar hjá Svn

Fyrsta loðna vertíðarinnar
8. desember 2010

LoðnaBörkur NK-122 landaði í gær fyrsta loðnufarmi vertíðarinnar í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar, alls rúmum 400 tonnum.  Loðnan er átulaus og um 16% feit og hentar vel hvort heldur til frystingar á A-Evrópu eða til mjöl- og lýsisframleiðslu.  Eins og staðan er núna er eftirspurn eftir frosinni loðnu með minnsta móti og eingöngu hægt að nýta allra stærstu loðnuna til frystingar.  Rúmlega þriðjungur aflans fór í frystingu en rest til mjöl- og lýsisvinnslu.  Börkur NK hélt aftur til loðnuveiða seinni partinn í gær.

Beitir NK-123 kom með síldarfarm úr Breiðafirði til frystingar í gærkvöldi og er hún öll unnin á hefðbundna markaði.  Reiknað er með að skipið fari einn síldartúr enn í Breiðafjörðinn og skipti síðan yfir á loðnu.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2058
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 1467802
Samtals gestir: 59481
Tölur uppfærðar: 16.5.2025 01:01:13
www.mbl.is