02.01.2011 10:47

Dalvikur togarar


                           Björgúlfur EA 312 við bryggju á Dalvik © mynd Halldór Gunnarsson

            Björgvin og Björgúlfur við bryggju á Dalvik  i gær © mynd Halldór Gunnarsson
Samherjaskipin Björgvin og Björgúlfur voru við bryggju á Dalvik i gær með jólaseriurnar uppi
en skipin hafa fikuðu vel á siðasta ári sem og önnur skip Samherja samstæðunnar

Björgvin EA, sem var að mestu leyti á frystingu, var með næst mesta aflaverðmætið, eða um 1.750 milljónir króna og 5.760 tonna afla. Frystitogarinn Snæfell EA var með um 1.450 milljónir króna í aflaverðmæti og rúmlega 5.800 tonna afla. Frystitogarinn Oddeyrin EA var með 1.300 milljóna króna aflaverðmæti og tæplega 5.000 tonna afla. Fjölveiðiskipið Kristína EA var með 1.300 milljónir króna í aflaverðmæti á árinu og var afli skipsins um 13.400 tonn. Þá var aflaverðmæti ísfisktogararns Björgúlfs EA 1.050 milljónir króna og aflinn um 4.760 tonn.

Tvö af skipum Samherja, Björgvin EA og Björgúlfur EA, voru á veiðum á milli jóla og nýárs. Hráefnið fer til vinnslu í landvinnslu Samherja á Dalvík en vinnsla þar hefst á ný nú strax á nýju ári. Afli og aflaverðmæti skipanna hefur því aukist enn frekar þessa síðustu daga ársins 2010.

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja segir árið 2010 hafi verið gjöfult. Aflabrögð hafi verið góð og vel hafi gengið að selja afurðir. "Það er hins vegar mikil óvissa varðandi árið 2011, sem er mjög óþægileg staða. Það er verið að vinna drög að nýjum lögum um stjórn fiskveiða og núverandi ríkisstjórn stefnir að því að koma þeim í gegnum þingið á árinu. Við vitum ekkert hvað þessi lög koma til með að fela í sér en yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra hingað til eru ekki til þess fallnar að auka bjartsýni okkar. Það liggur fyrir að gera nýja kjarasamninga við sjómenn en það verður ekki hægt á meðan þessi óvissa ríkir," sagði Kristján.

Varðandi veiðar á árinu 2011 segir hann að það líti vel út með loðnuna og hann vonast til þess að það verði innistæða fyrir meiri loðnukvóta. "Aftur á móti er kolmuninn dottinn út en skip okkar voru í nokkurra mánaða verkefnum við kolmunaveiðar. Það verður samtals um 30% samdráttur í veiðum á norsk-íslensku síldinni og óvissa er með íslensku síldina. Á móti kemur að það lítur vel út með makrílinn," sagði Kristján.

Heimid.www.vikudagur.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3981
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123107
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18
www.mbl.is