06.01.2011 14:57

Samherji færir út kvíarnar erlendis


                                Arctic Warrior H 176 © Mynd þorgeir Baldursson                   


Breska sjávarútvegsfyrirtækið UK Fisheries, sem Samherji á helmingshlut í á móti Parlevliet & Van der Plas, hefur keypt franska sjávarútvegsfyrirtækið Euronor. Það félag stundar öðru fremur veiðar og vinnslu úr ufsa og þorski.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þetta eru önnur kaup UK Fisheries á skömmum tíma, að því er greint var frá á vef Intrafish á dögunum. Hinn 17. desember sl. keypti UK Fisheries spænska fyrirtækið Pesquera Ancora sem áður var í eigu norska félagsins Aker Seafood. Þar ræður norski athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke ríkjum.

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og jafnframt eigandi þriðjungshluta í fyrirtækinu, segir að þessi félög séu með samtals um tíu skip í rekstri. Spænska félagið er með þrjú skip, þó ekki allt árið um kring, sem veiða innan kvótakerfis ESB, einkum í Barentshafi og við Svalbarða.

Euronor hefur verið með sjö skip, þar af þrjá frystitogara, á sínum snærum. Fyrirtækið er einkum stórt í veiðum og vinnslu á ufsa. Það framleiðir um 16 þúsund tonn árlega inn á ufsamarkað.

Kristján vildi ekki tjá sig um hver verðmiðinn væri á þessum fyrirtækjum, að öðru leyti en því að hann teldi hann vera ásættanlegan. Heimild Skip.is

                    

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is