11.01.2011 22:15Lundey NS landar loðnu á VopnafirðiLundey landaði loðnu
Áhöfn uppsjávarskipsins Lundey NS kom til hafnar á Vopnafirði á
miðnætti með um 680 tonn af loðnu. Þetta kemur fram á vef HB Granda.Loðnan er heldur smærri en sú sem barst til vinnslu fyrir áramót að sögn Magnúsar Róbertssonar, vinnslustjóra HB Granda. Magnús segir góðan hluta aflans henta til frystingar. Annað fari til bræðslu. Vika er síðan Lundey NS hóf leit á loðnu í samræmi við áætlun Hafrannsóknarstofnunar. Leitin hófst á Vestfjarðamiðum. Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri, segir að aðstæður hafi verið hinar verstu. "Við byrjuðum í Víkurálsbotninum og fórum þaðan út í kantinn en urðum ekki varir við loðnu fyrr en við komum á Halann. Þar lóðaði á loðnu og samkvæmt upplýsingum frá skipstjórum togara, sem þar voru að veiðum, var fiskurinn kjaftfullur af loðnu. Við áttum að fara norðar til að kanna svæðið þar en urðum frá að hverfa vegna hafíss og svo var veðrið snælduvitlaust eins og það er reyndar búið að vera frá áramótum og er enn," segir Arnþór í viðtali við vefsíðuna. Frá Vestfjarðamiðum var ferðinni heitið austur á Kolbeinseyjarsvæðið. Þar tók ekki betra við. "Við áttum að leita á svæðinu vestan við Kolbeinsey og fara síðan langt norður fyrir eyna en við gáfumst upp á því. Þarna var haugabræla, 20-25 m/s, og mikil ísing. Veður fór versnandi og því fórum við til hafnar á Húsavík þar sem við biðum bræluna af okkur." Lundey fór til loðnuveiða sl. sunnudagsmorgun og að sögn Arnþórs var stefnan þá tekin á svæðið norður af Langanesi. "Við urðum varir við mikið líf á leiðinni og það vantaði a.m.k. ekki hvalina, þeir voru út um allt. Það brældi hressilega en við tókum tvö hol og í seinna skiptið toguðum við bara í um tvo tíma," segir Arnþór. Nokkur skip eru að veiðum á þessum slóðum um þessar mundir, á um 67°N. Einnig hefur orðið vart við loðnu sunnar og nær landi og benda fyrstu fréttir til þess að loðnan þar sé heldur stærri en sú sem skipin voru að fá norðar á veiðislóðinni.Heimild Mbl.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4356 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123482 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is