Sigurður Ve 15 Mynd þorgeir Baldursson
Loðnuskipin hafa fengið þokkalegan afla síðustu daga á miðunum austur og norðaustur af landinu. Um tugur skipa er byrjaður veiðar og fer aflinn ýmist í frystingu eða bræðslu.
Veður hefur verið rysjótt frá því að veiðar hófust eftir áramót. Loðnan gengur mjög austarlega og í gær stækkaði sjávarútvegsráðuneytið hólf þar sem leyft er að veiða með flotvörpu um 40 mílur austur á bóginn.
Haft er eftir Albert Sveinssyni skipstjóra á vef HB Granda að aflinn hafi fengist norður af Langanesi. Mjög slæmt veður hafi verið alla veiðiferðina og sjólag þannig að það hafi verið á mörkum þess að hægt væri að stunda veiðar.Heimild Mbl.is