Klakkur SH 510 © Mynd þorgeir Baldursson
Klakkur SH 510 var með mest aflaverðmæti isfisktogara 2010 1.155.000.000 sem að mun vera Islandsmet aflinn var 5.287 tonn
38 skip fiskuðu fyrir meira en milljarð
Að minnsta kosti 38 íslensk skip fiskuðu fyrir meira en milljarð króna á nýliðnu ári, samkvæmt samantekt Fiskifrétta, og hafa þau aldrei orðið fleiri á einu ári. Til samanburðar má nefna að árið 2009 náðu 28 skip þessu marki.
Sjö skip veiddu fyrir meira en tvo milljarða króna á árinu 2010, þar af komst eitt þeirra, Vilhelm Þorsteinsson EA, yfir þrjá milljarða sem er einstakur árangur. Hin skipin sem fiskuðu fyrir meira en tvo milljarða voru Guðmundur í Nesi RE, Guðmundur VE, Huginn VE, Aðalsteinn Jónsson SU, Kleifaberg ÓF og Arnar HU. Um er að ræða fjögur uppsjávarskip og þrjá botnfiskfrystitogara.
Alls ellefu uppsjávarskip voru með meira en milljarð í aflaverðmæti á liðnu ári eða næstum helmingi fleiri en árið á undan. Sérstaka athygli vekur að Börkur NK, sem ekki vinnur afla sinn um borð, fiskaði fyrir 1.915 milljónir. Þá bar það til tíðinda að þrír ísfisktogarar komust yfir einn milljarð í aflaverðmæti, Klakkur SH, Sólbakur EA og Björgúlfur EA.
Sjá nánar í Fiskifréttum lista yfir öll skipin sem komust yfir milljarð í aflaverðmæti 2010