05.02.2011 13:20

Á sjávarútvegur við Eyjafjörð framtíðina fyrir sér?


                  Trolltaka mynd þorgeir Baldursson 2008


Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju sagði að sjávarútvegur í Eyjafirði ætti vissulega framtíð fyrirsér. Hann sagði það í raun furðulegt
að menn þyrftu að velta þessari spurningu fyrir sér. Þetta kom framí máli hans á fjölmennum fundi í
Hofi sl. þriðjudag, sem bar yfirskriftina;Á sjávarútvegur við Eyjafjörð framtíðina fyrir sér?
Auk Björns fluttu framsögu þau Stefán B. Gunnlaugsson lektor við HA,Ólöf Ýr Lárusdóttir forstjóri Vélfags og Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.Að loknum framsögum voru almennar
umræður, þar sem fyrirhugaðar breytingará lögum um stjórn fiskveiða voru mönnum hugleiknar.
Björn sagði að Eyjafjarðarsvæðið allt hefði ávallt haft sterka stöðu og
sem dæmi eru rekin hér tvö af fullkomnustufrystihúsum landsins, á Akureyriog Dalvík. Hann sagði að undanfarinár hafi atvinnuöryggi ríkt í þessari grein á svæðinu, sárafáa daga hafi vinna
fallið niður vegna skorts á hráefni.Með góðri stjórnun, sem byggist á þessum
stöðugleika sé þetta hægt. Einnig hafi fiskmarkaðarnir skipt sköpum.
"Forsvarsmenn fyrirtækja hafa getað stjórnað fiskveiðum sínum til aðnýta hráefnið sem best í húsunum.Þetta á ekki bara við þá sem eru í greininni heldur líka þá sem byggja afkomu
sína á því að þjónusta sjávarútveginn.Þar hefur einnig verið meira atvinnuöryggi. Hér á svæðinu hefur
starfsmannavelta í fiskvinnslu verið minni en annars staðar á landinu.
Sjaldan er sagt frá þessu þegar málefni fiskvinnslufólks eru rædd. Þetta má þakka
stöðugleikanum sem verið hefur í greininni undan farin ár. Fólk vill atvinnuöryggi.
Ekki má heldur gleyma því að ístóru frystihúsunum hafa verið tekin í notkun launakerfi sem gefa hærri launen víðast annars staðar."Björn sagði að um 1.000 félagar íEiningu-Iðju vinni við fiskvinnslu ásvæðinu frá Siglufirði til Grenivíkurog í Grímsey. Fjölbreytnin sé mikil ogmargþætt. Einnig vinni um 200 Einingar-Iðju félagar í þjónustustörfumtengdum fiskvinnslum. Félagar Björns
eru þó aðeins hluti af dæminu því félagarí öðrum stéttarfélögum eru einnig að vinna við afleidd störf.
"Sjávarútvegur er undirstaða atvinnulífshér í Eyjafirði. Með meiri samþjöppun og tæknivæðingu hefur
störfunumþó fækkað nokkuð en gert þau að sama skapi öruggari. Óvissa um
framtíð kvótakerfisins er því að valda okkur verulegum vandræðum. Skipulagning
getur ekki orðið eins góð ogáður, sem þýðir að fleiri dagar falla niður í landvinnslu. Fjármuni virðist
ekki vanta í sjávarúveginn hér heima.En á meðan þessi óvissa ríkir haldamenn að sér höndum, sama hvort umer að ræða nýsmíði, viðgerðir eða breytingar á skipum eða breytingar í landi.
Þessi listi er langur og lengist bara verði þessari óvissu ekki eytt," sagði Björn.
Hann sagði að deilan um kvóta og allt sem honum tengist hafi verið eitt mesta rifrildisefni milli manna í gegnumárin. "Ég ætla ekki að reyna að fara yfir það allt saman en ég vil minna á að
menn settu nefnd á laggirnar til að freista þess að nátt um þessi mál, svokallaða
sáttanefnd sem í sátu fulltrúarþeirra aðila sem áttu hagsmuna aðgæta. Alþýðusamband Íslands átti þrjáfulltrúa í nefndinni og stóðu þeir aðsamkomulaginu sem náðist um svokallaða
samningsleið. Það er stefnasambandsins að klára dæmið á þeimforsendum. Aðgerðir verða að komastá hreint ekki seinna en strax. Ríkisstjórnin verður að grípa í taumana áður en illa fer. Staðan í dag er óþolandi og allt í óvissu um framhaldið.Þessi óvissa leiðir af sér óöryggi hjá
þeim sem starfa í sjávarútvegi á svæðinu og fleirum. Við Eyfirðingar gerumþá kröfu að ríkisstjórnin ákveði sig strax í þessu máli. Við þörfnumst festu og getum ekki haft þetta hangandi yfir
okkur lengur."Björn sagði að menn þyrftu að standa saman og halda vörð um þá
miklu byggðarlegu hagsmuni sem ísjávarútvegi þessa svæðis eru fólgnir.Hann sagði það hins vegar ekki ganga að Samtök atvinnulífsins neituðu að gera kjarasamninga við almennt launafólk
nema þetta mál verði klárað. Súkrafa sé aðeins til þess fallin að efla þásem eru á móti samningsleiðinni og gera menn enn harðari í andstöðusinni."Svona framsetning er ekki til neins
annars en að fá þjóðina upp á móti sér.Þetta er mál ríkisstjórnarinnar og við hana á að ræða. Atvinnurekendur eigaekki að nota starfsfólk sitt sem brjóstvörn,"sagði Björn.
Anton Benjamínsson framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri steig fyrstur í
pontu að loknum framsöguerindum.Hann sagði að þegar haft er í huga hvað sjávarútvegur og tengdar greinareru mikilvægar hér á landi og ekki síst á Eyjafjarðarsvæðinu, sé einkennilegt
hversu lítil uppbyggileg umræða er umþessa atvinnugrein."Þegar forsætisráðherra virðist ekki
lengur kunna orðið útgerðarmaður en kallar menn sægreifa í neikvæðri merkingu
er ekki von á málefnalegri umræðu.Það er hollt að hafa í huga að atvinnugreinin
spilar eftir þeim lögumsem nú eru í gangi og það var Alþingi sjálft sem setti þessi lög. Við vitum að
kvótakerfið hefur bæði kosti og galla en það er eins og gallarnir séu alltaf
dregnir upp á dekk og kennt um allt sem miður fer. Það er minna talað um
kostina enda eru þeir ekki eins krassandi.Svo er mikilvægt að hafa í huga
hvað talað er illa sjávarútveginn og allt það fólk sem starfar í greininni."
Anton sagði að stór fyrirtæki væru litin hornauga og að það þyki ljótt að
vera stór og öflugur. Hins vegar sé þaðí tísku að tala um lítil og meðalstór fyrirtæki.
"Við þurfum bæði á stórum og litlum félögum að halda og eigum
að vera stolt af þeim öllum. Það er alvarlegt að stjórnvöld skulu vera í hálfgerðu
stríði við þessa atvinnugrein,sem er ein af undirstöðunum, þegarvið þurfum á öllu okkar að halda. Þetta hlýtur að vera einsdæmi."Anton skoraði á stjórnvöld að setjastniður með þeim er málið varðar og leysa þessi mál. Það sé ekki svo flókið.
Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna og varaformaður svokallaðrar
sáttanefndar fór yfir niðurstöðurnefndarinnar. Hann sagði að ákveðins misskilnings hafa gætt um að
miklar deilur hafi verið um þá megin niðurstöðu sem þar náðist, það sé alrangt.
"Nefndinni var falið að skilgreina helstu álitaefnin, leggja fram
leiðir til úrbóta, skapa góð rekstrarskilyrði  til langs tíma og að sem víðtækust
sátt sé um málið."Björn Valur sagði að miðað við fjölmiðlaumræðuna
mætti ætla að það hafi ekki verið mikil sátt um þessa niðurstöðu.
"Yfirgnæfandi meirihluti nefndarmanna  lagði til að farin yrði svokölluð
samningaleið. Auðvitað kunna að vera skiptar skoðanir um útfærsluna en
megin sjónarmiðin eru skýr. Langstærstihluti hópsins, að tveimur undanskildum,
stendur að baki tillögunum.Eftir þeim verður farið við frekari útfærslu
á lögunum um stjórn fiskveiða, fái ég einhverju um það ráðið," sagði BjörnValur.
Kristján Möller þingmaður Samfylkingarinnarsagði að hafa þyrfti að leiðarljósi atvinnuöryggi fólksins sem vinnur í greininni. "Fiskvinnslufólks,sjómanna,fjölskyldna þeirra, fyrirtækja,
sveitarfélaga og svo okkar allra.Þetta verður að vera hluti af sáttinni þegar við ræðum okkur til niðurstöðu."Kristján sagði að ef sú leið sem kölluð er sáttaleið nær viðræktri sátt, skuli
fara þá leið. "Við skulum ekki hengja okkur í nafnið, heldur markmiðin og
tölum okkur að niðurstöðu. Það er nauðsynlegt að eyða óvissu um rekstrarskilyrði
þessarar atvinnugreinar sem og annarra," sagði Kristján.
Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að menn væru
svolítið snemma á ferðinni að ræða afleiðingar af fiskveiðistjórnunarkerfi,
sem ekki sé farið raunverulega að sjáhvernig eigi að breyta. "Sú samningsleiðsem hér hefur verið vitnað til felur það í sér að það þarf að fara í innköllun og endurúthlutun aflaheimilda. Síðan
þarf að komast að niðurstöðu um það hvert gjaldið á að vera. Það er lykilatriðiað það verði farið með fiskveiðiauðlindinaeins og aðrar auðlindir íeigu þjóðarinnar."Ólína sagði að það sem menn hefðu
hingað til kallað eignarrétt, verði nýtingarréttur.Hann verði tímabundinnréttur á grundvelli leigusamninga við útgerðina og sé uppsegjanlegur. "Og fyrir þessa nýtingu komi gjald."
Ólína sagði ekki stefnt að því að koma íslenskum sjávarútvegi á hausinn.
Hann sé undirstöðuatvinnugrein íokkar samfélagi. Sem slíkur komi hannað endurreisn þessa samfélags eftir hrun. Markmiðið sé að treysta rekstrarskilyrði greinarinnar til langs tíma.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja gerði m.a. grein fyrir þeim áhrifum sem Samherji hefur á samfélagið í Eyjafirði. Þar kom að launagreiðslurfyrirtækisins á svæðinu námu
3,9 milljörðum króna, Samherji keypti vörur og þjónustu fyrir 2,4 milljarða
króna og veitti ýmsa samfélasgsstyrkiað upphæð 80 milljónir króna. Samtals gerir þetta tæpar 6,4 milljarða króna á ári.
Þorsteinn sagði að Samherji hefðistarfað í evrópskum sjávarútvegi í 15ár. Hann sagði að munurinn væri sá að samskiptin við stjórnvöld væru alltönnur og ekki samanburðarhæf. Hann nefndi jafnframt að íslensk stjórnvöld hefðu gert lítið af því að ræða við sig um fiskveiðar og fiskvinnslu.
Þorsteinn Már bar saman íslenskan sjávarútveg og norskan og sagði þess ekki langt að bíða að Norðmenn stæðu Íslendingum framar í sjávarútvegi.Norskur sjávarútvegur njóti stuðnings
stjórnvalda, sem standi vörð um greinina.Hann sagði að norsk stjórnvöld notuðu á þessu ári 7 milljarða króna í markaðssetningu sjávarafurða. Í Íslandi fari 30 milljónir króna í markaðsstarf og
þar af 20 milljónir króna til markaðssetningar á bleikju í Bandaríkjunum.
Á sjávarútvegur við Eyjafjörð framtíðina fyrir sér?
Er undirstaða atvinnulífs á svæðinu
Frummælendur á fundinum í Hofi á þriðjudag, f.v. Stefán B. Gunnlaugsson, Ólöf Ýr
Lárusdóttir, Sveinn Margeirsson og Björn Snæbjörnsson
Greinin birtist i heild i nyjasta Vikudegi sem kom út á fimmtudaginn 3 feb 2011
www.vikudagur.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is