12.02.2011 01:55Ólafur Guðnasson Skyndihjálparmaður ársins 2010
Ólafur Guðnasson © mynd Morgunblaðið Ómar Óskarsson 2011 Rauði kross Íslands hefur valið Ólaf Guðnason sem skyndihjálparmann ársins 2010 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar hann lenti í bílslysi fjarri byggð í fyrrasumar. Samkvæmt upplýsingum frá RKÍ bjargaði Ólafur lífi sonar síns, Ólafs Diðriks Ólafssonar, með því að stöðva miklar blæðingar á höfði og handlegg hans þegar bíll þeirra valt á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði. Þegar slysið varð var Ólafur eldri sofandi í farþegasætinu en Ólafur Diðrik ók bílnum. Ólafur Diðrik sofnaði undir stýri og missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt. Bíllinn gjöreyðilagðist, allar rúður brotnuðu og nota þurfti klippur til að ná Ólafi Diðriki út úr honum. Ólafur kallaði í son sinn en hann svaraði ekki heldur umlaði og var greinilega með skerta meðvitund. Handleggurinn á honum lá út um gluggann á bílnum og höfuðið á gluggakarminum. Á höfðinu voru margir skurðir, höfuðleðrið hafði flest af og það fossblæddi úr hnakkanum. Ólafur notaði bol til að þrýsta á sárið og reyna að stöðva blæðinguna. Ólafur Diðrik var fyrst fluttur á Egilsstaði og síðan til Reykjavíkur þar sem kom í ljós að hann var með brákaða höfuðkúpu og brákaða háls- og hryggjaliði. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1527 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 992948 Samtals gestir: 48558 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is