08.03.2011 20:40Hásetinn með ljósmyndadelluna! þorgeir Baldursson © mynd Jóhann Ólafur Halldórsson Sóknarfæri í sjávarútveg - feb. 2011 Þorgeir Baldursson, með myndavélina og hljóðnemann fyrir framan togarann Sólbak. "Fer aldrei á sjó án myndavélarinnar," segir hann. Hásetinn með ljósmyndadelluna! "Ljósmyndadellan byrjaði um fermingu og þegar ég byrjaði í sjómennskunni þá fór ég að taka vélina með mér á sjóinn. Eftir því sem árin líða þá verður þetta sífellt ágengara tómstundagaman sem ég get bæði stundað úti á sjó og líka í fríum í landi," segir Þorgeir en hann fer víða til að taka myndir, sækir alls kyns viðburði og oft má sjá myndir frá honum í Morgunblaðinu og fleiri fjölmiðlum. Í dag er hann kominn með stafræna öfluga Canon myndavél sem jafnframt getur tekið hágæða hreyfimyndir og þegar svo ber undir tekur Þorgeir viðtöl fyrir mbl.is ef eitthvað áhugavert verður á vegi hans. "Ég fer aldrei á sjó öðruvísi en með vélina með mér, enda er ég alltaf á útkíkkinu eftir skipum til að mynda fyrir sjómannaalmanakið. Ég held skipulagða skrá yfir skipamyndirnar eftir skipaskrárnúmerum og með því kerfi er hægt að halda til haga ferli skipa þó þau breyti um nöfn og einkennisnúmer. Og það er mikið um slíkar eigendabreytingar og þá er nauðsynlegt að vera stöðugt að mynda til að vera með sem nýjastar myndir af skipunum hverju sinni," segir Þorgeir en hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á skipum og sjávarútvegi og getur rakið sögu margra skipa í flotanum. "Mér finnst flotinn okkar orðinn mjög gamall og sést best á því að skipið sem ég er á í dag er orðið 40 ára. Þannig er um mörg skip í fiskiskipaflotanum og fyrr en síðar hlýtur að koma að miklum breytingum á skipastólnum," segir Þorgeir en hann hefur um nokkurra ára skeið haldið úti vefsíðu á slóðinni www.123.is/thorgeirbald þar sem hann er með ljósmyndasafn og birtir fréttir og alls kyns fróðleik úr sjávarútvegi. "Ljósmyndunin og sjómennskan fara ágætlega saman," segir Þorgeir en hann byrjaði á sjónum árið 1980 í heimabæ sínum á Húsavík. Fyrsti báturinn var Vinur ÞH 73, síðan lá leiðin meðal annars á Guðbjörgu ÞH 355 og í framhaldinu var Þorgeir um margra ára skeið á línu- og netabátnum Alberti Ólafssyni í Keflavík. Þá lá leiðin aftur norður en þá til Akureyrar þar sem hann hefur verið síðan á togurum ÚA og síðar Brims. Inn í milli fór hann meðal annars á Eyborgina og þar á Flæmska hattinn og var einnig um tíma á Dalborginni hjá Snorra Snorrasyni, skipstjóra. "Í dag ræ ég 3 túra og einn í frí og líkar þetta fyrirkomulag mjög vel. Þetta eru stuttir túrar á Sólbak, við fiskum nánast eingöngu þorsk hér úti fyrir Norðurlandi á Vestfjarðamiðum og austur á Digranesflak. Það kemur fyrir að ég taki ekki mynd í túr en það er sjaldgæft," segir Þorgeir og glottir! Enda er alltaf hægt að finna skip til að mynda eða skemmtileg sjónarhorn á lífið um borð. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1080 Gestir í dag: 67 Flettingar í gær: 3437 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 1019546 Samtals gestir: 49950 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:38:04 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is