14.03.2011 13:53

Ný Cleopatra 33 til Lorient í Frakklandi


                                 LE Mercenaire © Mynd Högni Bergþórsson

Ný Cleopatra 33 til Lorient í Frakklandi 

 

Nú á dögunum var afgreidd ný Cleopatra til Lorient á vesturströnd Frakklands.

 

Kaupandi bátsins er Eddy Morange sjómaður frá Lorient.

 

Báturinn hefur hlotið nafnið Le Mercenaire. Báturinn mælist 11brúttótonn. Le Mercenaire er af gerðinni Cleopatra 33.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M tengd ZF286IV-niðurfærslugír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno.

Báturinn er útbúinn til krabba og humarveiða með gildrum.  Lest bátsins er útbúinn úðunarkerfi til að halda skelfiski lifandi um borð. 

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

 

Rými er fyrir 14stk 380lítra kör í lest. Stólar fyrir skipstjóra og háseta eru í brú. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna um miðjan mánuðinn.

Nánari upplýsingar á www.trefjar.is 

 

-------------------------------

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3981
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123107
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18
www.mbl.is