01.04.2011 12:48Geir M-123-H i ReykjavikGeir M-123-H © Mynd Hilmar Snorrasson 2011 Setustofan © Mynd Hilmar Snorrasson 2011 Stokkurinn sem að linan kemur uppi ©Mynd Hilmar Snorrasson 2011 Brunnurinn © mynd Hilmar Snorrasson 2011 Millidekkið © Mynd Hilmar Snorrasson 2011 Linurekkarnir Beitningarvélin og Beiturekkarnir ©Mynd Hilmar Snorrasson 2011 Lúgan fyrir milliból og dreka © mynd Hilmar Snorrasson 2011 Hið byltingarkennda norska línuveiðiskip Geir kom til Reykjavíkur nú í morgun til að taka olíu og hafa áhafnaskipti. Geir er útbúinn með brunni í miðju skipinu þar sem línan er dregin þannig að þegar línan er dregin er skipið alveg lokað og skipverjarnir því vel varðir gagnvart sjógangi. Að sögn skipstjórans eru 15 í áhöfn og eru þeir mánuð um borð og mánuð heima. Tvær áhafnir eru því á skipinu og sagði hann að strákarnir sem væru hjá honum segðu að þeir muni aldrei aftur fara um borð í línuskip með gamla laginu. Opnuð er lúga á síðunni til að taka belgin en taumurinn er hengdur í leiðarakeðju sem flytur endan niður síðuna og undir botninn í brunninn. Síðan hefst hefðbundinn dráttur nema að allir eru inni og lúgan sem var opnuð við að taka belginn og drekann er lokað strax aftur. Belgir og drekar eru síðan fluttir með sleða aftur í skut tilbúnir til næstu lagningar. Skipið hefur 300 tonna lestarrými. Geir fer frá Reykjavík á morgun. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2546 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 993967 Samtals gestir: 48567 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is