24.04.2011 01:11

Bættar samgöngur stæðsta Hagsmunamálið


                           Ágúst Torfi Hauksson © mynd Þorgeir Baldursson 2010
Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri landvinnslu Brims fjallaði og galla og kosti þess að vera með starfsemina á Akureyri, á fundi um samgöngubætur og samfélagsleg áhrif þeirra sem haldinn var í Hofi. Hann nefndi sem helstu gallana, fjarlægð frá útskipunarhöfnum og flugvelli. Fyrirtækið er að framleiða vöru með skamman líftíma og þurfi að keppa við framleiðendur sem eru nær markaði.
 

Einnig þarf að Brim að standa straum af kostnaði við forflutninga á vörum innanlands fyrir útflutning. Fyrirtækið er að flytja 12-13.000 tonn af massa innanlands á ári og af því eru afurðir frá Akureyri um 9.000 tonn. Verulegt magn er flutt í Lauga í Reykjadal, þar sem Brim er með þurrkun, einnig er verulegt magn flutt austur á firði til útflutnings. Mest er þó flutt suður, til Reykjavíkur til útskipunar, eða áfram til Keflavíkur í flug.

Brim fær um 150 heilgámaeiningar á ári norður með ýmsum aðföngum. Þá hafa breytingar í umhverfi sjávarútvegs orðið til þess að fyrirtækið er að flytja að hráefni landleiðina og á síðasta ári var um að ræða flutning á 4.000 tonnum til Akureyrar. Það jafngildir um einum fullum 40 feta gámi hvern virkan dag árið um kring, að sögn Ágústar Torfa. Brim er að flytja um 7.000 tonn  um Víkurskarð á ári og um 5.500 tonn um Húnavatnssýslur á ári. Fyrirtækið greiðir um 80-100 milljónir króna á ári í flutning innanlands. Áætlað er að kostnaður við innanlandsflutninga myndi lækka um 1,5% með tilkomu Vaðlaheiðarganga og annað eins með Húnavallaleið. Ef í boði væri flug frá Akureyri og útflutningshöfn á svæðinu væri hægt að lækka kostnað við forflutninga innanlands um 35%.

Ágúst Torfi sagði að helstu kostir þess að vera með reksturinn á Akureyri væri gott bakland, stórt samfélag að öll nauðsynleg þjónustua  sé til staðar. "Lang stærsti kosturinn og sem gerir það að verkum að fyrirtæki eins Brim skuli reka landvinnslu við botninn á lengsta firði á Íslandi, er að þegar bjallan hringir mæta 100 starfsmenn til vinnu. Starfsmenn sem kunna til verka og það skiptir öllu máli í rekstri eins og okkar."

Ágúst Torfi sagði að afhendingaröryggi skipti miklu máli fyrir landvinnsluna en að það hafi gerst að 100 manns hafi þurft að bíða eftir hráefni, m.a. vegna ófærðar á Víkurskarði. Hann sagði að stærsta hagsmunamálið fyrir aðila í rekstri á svæðinu séu bættar samgöngur. Fyrir Brim og önnur fyrirtæki í útflutningi, skipti þar útskipunarhafnir mestu, hvort sem um er að ræða strandsiglingar eða beinar millilandasiglingar.

Heimild vikudagur.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1247
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060663
Samtals gestir: 50940
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:43:08
www.mbl.is