28.04.2011 17:29

Sildveiðar i Grundarfirði mikil sýking


                                     Jóna Eðvalds SF 200 © Mynd þorgeir Baldursson
 
                       Gott Kast Á siðunni © mynd Svafar Gestsson

Um 70-80% sýking mældist í síld í Grundarfirði í síðustu viku

Verða veiðar á sýktri

síld leyfðar í vor?

Töluvert fannst af sýktri síld í Grundarfirði í síðustu viku. Hafrannsóknastofnun hefur fengið nótaskip til frekari rannsókna. Ef síldin reynist jafnsýkt og talið er og ef hún heldur sig áfram í Grundarfirði er hugsanlegt að leyfðar verði veiðar á síld í firðinum í vor.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Fiskifréttir að þeir hefðu fengið ábendingar um að þó nokkuð af síld væri enn í Grundarfirði. Síldin væri ekki öll farin út úr firðinum í ætisleit eins og búast mætti við á þessum árstíma.

Hafrannsóknastofnunin sendi því Dröfnina í síðustu viku til að mæla og kanna ástand síldarinnar í Grundarfirði. Töluvert fannst af síld, eða ríflega 30 þúsund tonn sem var mjög illa sýkt. Tekin voru fjögur sýni sem sýndu um 70-80% sýkingu. ,,Til að fylgjast með sýkingunni og fá staðfestingu á því hvort ástandið sé jafnslæmt og sýni sem við náðum gefa til kynna höfum við fengið nótaskipið Jónu Eðvalds SF til að fara með okkur í rannsóknarleiðangur," sagði Þorsteinn. Rætt var við hann um miðjan dag í gær en gert var ráð fyrir að Jóna Eðvalds færi út frá Hornafirði á flóðinu þá um kvöldið.

Þorsteinn sagði að nauðsynlegt væri að taka 3-5 köst með nótinni allt eftir því hvernig síldin lægi í firðinum. Best væri að taka sæmilega stór köst til að ná marktækum sýnum. Ljóst væri því að veiða þyrfti nokkur hundruð tonn til að ljúka sýnatöku.

Þorsteinn var spurður hvort ekki væri réttlætanlegt að leyfa veiðar á síldinni til bræðslu ef sýkingin væri 70-80% þar sem hún dræpist hvort sem er. ,,Við erum að skoða þann möguleika hvort lagt verður til að veiða síldina en áður teljum við mikilvægt að fá betri og áreiðanlegri upplýsingar. Þá er heldur ekki gefið að síldin sé enn í Grundarfirði. Vegna páskanna hefur það tafist að fá nótaskip til rannsókna. Það verður að koma í ljós þegar athugunum okkar lýkur um helgina hvort unnt sé mæla með því að veiða þessa síld úr Grundarfirði," sagði Þorsteinn. Heimild Fiskifréttir

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1326
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060742
Samtals gestir: 50944
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 16:04:29
www.mbl.is