04.05.2011 17:51

Einhugur i Bæjarstjórn Akureyrar

Gumundur Kristjánsson forstjóri Brims og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja 
 Handsala samninginn fyrir framan veginn með skipamyndum i höfuðstöðvum Útgerðarfélags Akureyringa

Einhugur í bæjarstjórn

Bæjarstjórn Akureyrar fagnaði með 11 samhljóða atkvæðum kaupum Samherja á starfsemi Brims á Norðurlandi á fundi sínum þriðjudaginn 3. maí.  Þetta kemur fram í sérstakri ályktun sem samþykkt var á fundinum.

Bæjarstjórnin leggur áherslu á að með kaupunum sé ljóst að rekstur fiskvinnslu í bænum standi áfram á traustum grunni. Hið nýja félag, sem stofnað sé um reksturinn, fái nafnið Útgerðarfélag Akureyringa og lýsa bæjarfulltrúarnir þeirri von sinni að það muni bera nafn með rentu.

Í ályktuninni er einnig krafist lausnar í deilum um fiskveiðistjórnina í ljósi vandans sem fyrir liggur í atvinnu- og kjaramálum. Orðrétt segir í samþykkt bæjarstjórnar:

"Mál er að deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið ljúki með samkomulagi og málamiðlun. Úrbætur í atvinnu- og kjaramálum við núverandi aðstæður þola ekki bið.
Bæjarstjórn hvetur stjórnvöld til þess að skapa sjávarútvegnum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. Það er ein af mikilvægum forsendum sóknar í atvinnumálum við Eyjafjörð og í sjávarbyggðum landið um kring."

Heimild Samherji .is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 7783
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1092684
Samtals gestir: 51770
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 13:50:10
www.mbl.is