07.05.2011 17:29

Nýr Ferðaþjónustubátur til Húsavikur

 Stefán Guðmundsson Skipstjóri © mynd Þorgeir Baldursson 2011
 
                  7695  Amma Sigga á siglingu á Eyjafirði i dag  ©  mynd þorgeir Baldursson 
 Ásamt hópnum sem að sigldi frá Akureyri til húsavikur i dag báturinn er harðbotnagúmibátur hann er 11,5 metrar á lengd 3 metrar á breidd með 2x300 hp Susuki utanborðsmótora eigandi hans er hvalaskoðunnarfyrirtækið Centle Ciants Nánar á heimasiðunni hér fyrir neðan

                         Sagan á bak við nafnið  á  Bátnum  Fréttatilkynning 

Gentle Giants á Húsavík fagnar 10 ára starfsafmæli í ár og heldur um leið uppá 150 ára sögu fjölskyldunnar á Skjálfandaflóa og nágrenni; notar tækifærið og kynnir með stolti nýjustu viðbót í flotann sem kom til heimahafnar á laugardag. Um er að ræða nýsmíði - harðbotna slöngubát (RHIB) með 2 x 300 hestafla utanborðsmótorum, sem mun verða sá hraðskreiðasti og flottasti á norðurlandi.

Báturinn hefur fengið nafnið Amma Sigga, eftir ömmu Stefáns Guðmundssonar, eiganda og framkvæmdastjóra, en hún bjó alla sína tíð við Skjálfandaflóa; fædd 1913 og sjö barna móðir. Saga hennar hefur löngum verið sögð í ferðum um Skjálfandaflóa sem og í Stikkluþáttum Ómars Ragnarssonar. Þegar hún var átta ára gömul og átti heima í torfbæ á Vargsnesi í Náttfaravíkum þá setti faðir hennar fram árabát og réri til Húsavíkur, sótti handa henni orgel og réri til baka yfir flóann og tók land undir Vargsnesi. Spenningur dótturinnar var þvílíkur að þegar báturinn lenti í fjörunni þá var orgelið tekið úr umbúðunum í fjöruborðinu og dóttirin, Sigríður Sigurbjörnsdóttir (Amma Sigga), lék fyrstu tónana á orgelið - áður en faðir hennar og annar til - settu það á bakið og báru upp í torfbæinn þeirra.

Með tilkomu þessa hraðskreiða harðbotna slöngubáts opnast fjölmörg ný og spennandi tækifæri í sjóferðum - bæði fyrir ferðafólk sem og fyrir heimamenn. Báturinn mun verða í áætlunarferðum í nýrri lundaskoðunarferð til Lundeyjar og stórhvalaskoðun.

Einnig eru möguleikarnir endalausir fyrir klæðskerasaumaðar ferðir þar sem siglingatímar styttast verulega. Má t.d. nefna starfsmanna- og fjölskylduferðir út í Flatey, Grímsey, Siglufjörð eða Hrísey og þjónustu við gönguhópa, kvikmyndatökufólk, ljósmyndara, kafara og annað ævintýrafólk sem leitar að nýjum áskorunum á sjó. Frekari upplýsingar á heimasíðu Gentle Giants www.gentlegiants.is.

Eftir gagngerar breytingar á flota fyrirtækisins er Amma Sigga vel búin til farþegaflutninga, samkvæmt reglum Siglingastofnunnar. Fyrir á Gentle Giants tvo eikarbáta, einn plastbát og svokallaðan Zodiac bát, sem notaðir eru í hvalaskoðun, sjóstöng og öðrum útsýnisferðum frá Húsavík.

,,Það er kominn tími fyrir nýjungar í Skjálfandaflóa og ljóst er að Amma Sigga muni vera algjör bylting fyrir starfsemi fyrirtækisins. Við fögnum 10. sumrinu okkar og bjóðum "hraðskreiðustu ömmunni í heimi" velkomna í flotann!" segir Stefán Guðmundsson.

AMMA SIGGA RHIB

Smíðaár: 2011 Lengd: 11.5 m Vélar: 2 x 300 hestöfl Hámarkshraði: 56 mílur

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 7796
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1092697
Samtals gestir: 51770
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 14:12:01
www.mbl.is