26.05.2011 14:37

Áhöfnin á Oddeyrinni mótmælir frumvörpum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra


                               Oddeyrin EA 210 Mynd Þorgeir Baldursson
Áhöfnin á Oddeyrinni EA-210 hefur sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem hún mótmælir framkomnum frumvörpum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. "Sem hefur í för með sér tekjuskerðingu og störf okkar séu sett í hættu og kvótinn jafnvel tekinn af skipinu og fluttur í einhvern pott þar sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna kemur til með að ráða því hverjir og hvar menn fá vinnu."
 

"Með þessu er gerð atlaga að heilli starfsstétt sem setur hundruð manna og fjölskyldur þeirra í  allgjört uppnám. Rúmlega 30 fjölskyldur hafa allt sitt undir rekstri og kvóta þessa skips auk þess sem fleiri hafa svo atvinnu af því að þjónusta skipið í landlegum og á meðan skipið er á sjó. Og er það með ólíkindum að hægt sé að fjalla um þessa atvinnugrein og stuðla að hruni hennar í núverandi mynd eins og engir einstaklingar eigi þar hlut að máli nema örfáir útgerðarmenn, og við það getum við ekki lengur unað. Hér stundum við okkar vinnu og viljum gera áfram. Nær væri að ríkisstjórnin færi að snúa sér að raunverulegum vandamálum þjóðarinnar því af nægu er þar að taka. Í stað þess að veikja stoðir samfélagsins enn frekar með niðurrfi undirstöðu atvinnugreinar Íslendinga  og ekki vitandi hvert það leiðir fyrir stóran hóp Íslendinga," segir ennfremur í yfirlýsingunni.

Vikudagur greindi frá

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 994
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060410
Samtals gestir: 50929
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 13:57:41
www.mbl.is