03.06.2011 00:14Sjómannablaðið Vikingur 2011Sjómannablaðið Vikingur mynd Þorgeir Baldursson 2011 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR komið út Sæl verið þið Þá er Víkingurinn kominn út, sumir segja skemmtilegasta tímarit þjóðarinnar, og fara víst ekki með neitt fleipur. Að vísu er ég hlutdrægur í málinu, einhverjir myndu segja vanhæfur, svo dæmi hver fyrir sig. Blaðið getið þið pantað með því að netja á ritstjórann, Jóna Hjaltason, jonhjalta@simnet.is, nú eða þið getið hringt í hann, 862-6515. Fyrri leiðin er þó af ýmsum ástæðum þægilegri. Svo má auðitað gerast áskrifandi en fjögur tölublöð koma út á ári og kosta ekki nema 3000 krónur með heimsendingu. og öllum pakkanum. Kíkjum aðeins á efnisyfirlitið í þessu 2. tbl. Víkingsins 2011: - Þórður Eiríksson fer útbyrðis í brjáluðu veðri. Gísli Jónsson skipstjóri segir frá. - Lögmenn eru þurrir og leiðinlegir, segir almannarómur. Er það svo? Er Jónas Haraldsson kannski leyniskytta í frítíma sínum - og leiðinlegur - eða með hnyttnari mönnum þessa lands? - Ragnar Franzson lendir í tveimur ásiglingum í sama túrnum. - Loftskeytamaðurinn Birgir Aðalsteinsson rifjar upp jólin 1959 þegar hann sigldi með Kötlu. - Göntuðust með öryggismálin; Ólafur Grímur Björnsson ræðir við bræðurna Benedikt og Hauk Brynjólfssyni. - Hverjir voru pólsku togararnir og hvar eru þeir í dag? Helgi Laxdal segir okkur allt um þessa "sjömenninga". - Dauðinn í Dumbshafi, hrollvekjandi saga Íshafsskipalestanna. Magnús Þór Hafsteinsson skrifar. - Árni Bjarnason fer í siglingu. - Ólafur Ragnarsson rifjar upp daginn voðalega í janúar 1952 - Þeir eru ekki margir á lífi í dag sem upplifðu Pourquoi pas?-slysið. Þorsteinn Jónatansson er einn þeirra. - Matti Björns sigldi með Carlsen í stað þess að fara hina örlagaríku siglingu með Dettifossi 1945. - Hilmar Snorrason skyggnist út í heim. - Saga af sjónum: Helgi Laxdal ríður á vaðið. - Frívaktin er helguð hinni stórskemmtilegu bók, "Sögu Útvegsbændafélags Vestmannaeyja 1920 - 2010". - Hilmar Snorrason fer á netið og finnur meðal annars allar Árbækur Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar. - Feðgarnir Þórbjörn Áskelsson heitinn, forstjóri Gjögurs h.f., og sonur hans Guðmundur fara í afdrifaríka ökuferð. - Svo er auðvitað krossgáta, úrslit í Páskagetrauninni og Ljósmyndakeppni sjómanna 2011. Góða skemmtun. Jón Hjaltasson Ritstjóri Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3707 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1122833 Samtals gestir: 52257 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:37:54 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is