Sælir Félagar þessi fyrirspurn barst mér frá Árna Birni Árnasyni
ef að einhver veit um mynd af þessum bát
má hinn sami hafa samband við árna björn i sima 8931695 eða fara á www.aba.is
og þannig er hægt að hafa samband við hann
Blessaður Þorgeir.
Er búinn að leita mig brjálaðan að mynd af Þingey EA-26 en bátur þessi var 49 brl. og smíðaður í Englandi 1898 úr eik og furu. Upphaflega var í bátnum 60 ha. Burmont vél.
Báturinn kom til landsins 1929 og þá til Akureyrar.
Frá árinu 1941 hét báturinn Þingey RE-103.
Lenti í ásiglingu, dæmdur ónýtur og felldur af skrá 1946.
Ef þú getur bent mér á mynd af bátnum þá myndir þú nú vera svo vænn að láta mig vita.
Kveðja. Árni Björn.