26.07.2011 11:09Kallinn i brúnni Kúti á Háeyri Björgvin Sigurjónsson © mynd þorgeir Baldursson 2011 Um borð i Faldi þH © mynd þorgeir Baldursson 2011 UM borð i Sylviu © mynd þorgeir Baldursson 2011 Ný sýn á lífið -Segir Björgvin Sigurjónsson, Kúti á Háeyri, sem í sumar hefur kannað nýjar slóðir sem skipstjóri á hvalaskoðunarbátum frá Húsavík Ekki er víst að allir Vestmanna eyingar kveiki á perunni, þegar Björgvin Sigurjónsson er nefndur á nafn. Aftur á móti eru flestir með á hreinu hver Kúti á Háeyri er, þá kviknar ljós. Kúti er fæddur á Akureyri árið 1947 og er því kominn á sjötugs aldurinn. Hann kom til Eyja árið 1966 og ætlaði að vera hér eina vertíð, í Fiskiðjunni, en örlögin höguðu því þannig til að hér hefur hann verið síðan. "Það var nú eiginlega karl faðir minn sem orsakaði það allt saman," segir Kúti. Þannig var að ég var á vertíð í Sandgerði veturinn 1963 og þeim gamla þótti ég eiga lítið af aurum eftir þá vertíð. "Farðu til Vestmannaeyja," sagði hann. "Þar er nóg vinna og fallegt kvenfólk." Og það voru orð að sönnu, enda talaði hann af reynslu, hafði búið í Eyjum um nokkurt skeið hjá nafna sínum, séra Sigurjóni á Ofanleiti. Afi minn, sem kallaður var Friðrik skyggni, hafði líka búið í Eyjum um hríð og byggði hús við Hásteins veginn. En á þessari vertíð kynntist ég eiginkonunni, Matthildi Sigurðardóttur, og við hófum bú skap í Vestmannaeyjum. Fyrst á Vesturhúsum og síðan á nokkrum stöðum í bænum, þar til við end uðum á því að kaupa hið sögufræga hús Háeyri við Vesturveg þar sem við höfum búið í allmörg ár." Í nám fyrir "eldri borgara" Kúti stundaði sjó sem aðalatvinnu í Vestmannaeyjum og árið 1988 nýtti hann sér tækifærið þegar boðið var upp á réttindanám í Stýrimanna skólanum þar fyrir starfandi sjómenn í Eyjum. "Við vorum nokkr ir sem ég hef stundum kallað "eldri borgara" sem notuðum tækifærið og settumst á skólabekk um haust ið. Fengum út úr því 80 tonna skipstjórnarréttindi. Eftir áramótin hélt ég svo áfram og kláraði I. stigið. Mig hálflangaði til að halda áfram og ná mér í meiri réttindi. Einn skólabróðir minn, Óskar Pétur Friðriksson, hvatti mig mjög til þess og var búinn að lofa mér að stoð í því námi. En fjárhagurinn leyfði það bara ekki og ég ákvað að fara frekar á sjóinn. Hitt er svo annað mál að þessi réttindi, sem í dag heita 45 metra réttindi, hafa dugað mér prýðilega, ég hef alltaf verið meira fyrir sjómennsku á smáum skipum en stórum." Meðan Kúti stundaði sitt nám í Stýrimannaskólanum vann hann ötullega að þróun á nýju björg unartæki, sem hann hafði lengi verið með í kollinum. "Þetta var tæki sem ég sá fyrir mér að myndi leysa bjarghringinn af hólmi. Ég hafði aldrei haft mikla trú á bjarghringnum, enda ekki auðvelt fyrir slasaða menn eða meðvitund arlitla að halda sér í því tæki á neyðarstundu. Nema hvað ég fór á fullt með að þróa þetta nýja tæki, dyggilega studdur af nemendum og kennurum í Stýrimannaskólanum. Árangurinn af þeirri vinnu varð svo Björgvinsbeltið sem var síðan sett á markað og hefur síðan þá sannað gildi sitt. Mér skilst að það hafi átt sinn þátt í að bjarga lífi 23 sjó manna fram til þessa. Ég hef sjálf ur ekki efnast á þessari uppfinningu en í mínum huga eru 23 mannslíf góð laun fyrir þetta starf." Tilboð frá Húsavík Á þessu ári urðu þáttaskil í lífi Kúta, þegar hann allt í einu ákvað að söðla um, fara úr fiskimennsku yfir í túristasjómennsku. "Þetta kom nú ekki til af góðu. Ég var eiginlega orðinn hálffatlaður, annað hnéð gaf sig eftir nær hálfa öld á sjónum og ég varð að fara í aðgerð, er með gervihné. Ég get alveg viðurkennt að ég var hálfragur að sækja um pláss eftir þá aðgerð, óttaðist að ég væri ekki nokkur maður í að vinna á dekki eftir þetta. En þá gerðist það að í mig var hringt norðan af Húsavík. Það var Stefán Guðmundsson, sem var í Stýrimannaskólanum í Eyjum á sama tíma og ég var að taka mitt próf. Harðduglegur og áræðinn maður sem er búinn að byggja upp hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants í sínum heimabæ á Húsavík. Hann sagði að sig vantaði skipstjórnarmann í sumar á bátana fjóra sem hann er með í þessu, og helst af öllu vildi hann fá traustan skipstjórnarmann úr Vestmannaeyjum. Mér leist nú ekki beint á þetta í byrjun, bæði var þetta eitthvað alveg nýtt og óþekkt fyrir mig og svo sagði ég honum að ég vissi ekki hvað mætti treysta löppunum á mér. Aftur á móti var aðalvanda málið það að ég var ekki með nein rétt indi í vélstjórn, sem er krafist í þessum siglingum. Þau réttindi voru ekki komin til sögunnar þegar ég fékk mín skipstjórnarréttindi árið 1989. En það mál leystist farsæl lega þegar sá ágæti maður, Gísli Eiríksson, vélstjórnarkennari við Framhaldsskólann, ákvað að bjóða upp á slíkt námskeið í vetur fyrir nokkra sem svipað var ástatt um og mig. Honum tókst að koma þeim lærdómi inn í kollinn á okkur og við útskrifuðumst með þau 750 kWh. réttindi sem krafist er. Ég verð að segja, að ég gladdist ákaflega yfir þessu atvinnutilboði frá Stefáni. Menn höfðu ekki beint staðið í röðum við að bjóða mér vinnu síðustu misserin og því leit ég á þetta sem nokkurs konar himna sendingu. Og ég rétt hafði tíma til að taka við prófskírteininu, svo var ég rokinn norður í land, átti að mæta þar til vinnu tveimur dögum síðar sem ég og gerði." Stundvísi, reglusemi og kurteisi Kúti segir að Stefán sé búinn að byggja upp myndarlegt fyrirtæki á Húsavík. "Hann er með fjóra báta í starfseminni, einn þeirra er Faldur, 16 tonna eikarbátur; smíðaður í Vestmannaeyjum og getur tekið 45 manns, annar heitir Sylvía, 30 tonna eikarbátur sem tekur 55 til 60 farþega; þriðji er Aþena, plastbátur sem tekur 24 farþega, og sá nýjasti er Amma Sigga ofurgræja - systur skip Jötuns í Vestmannaeyjum. Auk þess á fyrirtækið lítinn Zodiac bát í minni verkefni. Og Stefán býður upp á meira en bara hvala skoðun, sjóstangveiði og fugla skoðun. Fyrirtækið tekur að sér allt sem snýr að sjóferðum; starfs mannaferðir, óvissuferðir, kvik myndatökuferðir, ljósmyndaferðir, eyjaferðir, þjónustu við gönguhópa og kafara o.s.frv. Hann er búinn að taka rækilega til hendinni úti í Flatey á Skjálfanda, búinn að koma þar upp feikilega skemmtilegu grill-útivistarsvæði fyrir ferðamenn. Ég lenti einmitt í því í byrjun þegar ég kom norður að aðstoða hann við það. Þá var verið að græja og skipu leggja 130 manna brúðkaup sem haldið var um síðustu helgi fyrir fólk úr Reykjavík, við miklar og góðar undirtektir viðstaddra. Við fluttum þar til m.a. stóreflis reka viðardrumba og það var eiginlega prófsteinn á það hvað nýja hnéð þoldi. Það stóðst þá prófraun með ágætum og síðan hefur mér fundist mér allir vegir færir." Kúti segir að hann fari að jafnaði þrjá túra á dag með ferðamenn í hvalaskoðun, á sitt hvorum eikarbátnum eftir því hver farþegafjöld inn sé og um borð sé einnig leiðsögumaður. Auk þess sinni menn öllum þeim fjölmörgu verk efnum sem falli til á vertíðinni og ráðnir til slíks. "Þetta er krefjandi starf og mikilvægt að halda áætlun. Svona eins og strætó verður að halda áætlun til að ekki fari allt í rugl. Á milli túra höfum við 25 mínútur til að gera klárt fyrir næsta túr og koma farþegum um borð. Kjörorð Gentle Giants eru stundvísi, reglusemi og um leið mikill sveigjanleiki; að auki mætti nefna kurteisi. Þetta höfum við í hávegum, kúnninn er alltaf í fyrsta sæti enda vegnar fyrirtækinu vel." Kúti segir að þessar hvalaskoð unarferðir séu svona eins konar bland í poka. "Næst landi gefst fólki tækifæri til að skoða hnísur og höfrunga. Svo ef farið er dýpra má sjá hnúfubak og hrefnu, og svo enn utar getur stundum að líta steypi reyði sem er tignarleg skepna. Ég þurfti ýmislegt að læra í sambandi við þetta, t.d. hvernig á að koma aftan að að hvölunum til að þeir verði fyrir sem minnstri truflun. Og þetta er mikil upplifun fyrir fólkið sem sér ekki svona hluti nema einu sinni á ævinni. Þetta er alls konar fólk, af öllum þjóðernum og t.d. ekki óalgengt að með okkur er í för fólk í hjólastólum, sem hefur átt sér þá ósk heitasta að fá að sjá hvali. Sú ósk er þarna uppfyllt og ég hef sjaldan fundið fyrir eins miklu þakklæti og frá þessum farþegum. Maður er kysstur í bak og fyrir og kvaddur með orðunum "súperkaptain" og ámóta. Vissulega er ekki alltaf rjómablíða í þessum ferðum og farþegarnir fá stundum að kynnast alvöru ágjöf. En það virðist bara auka á ánægj una. Svo í lok hverrar ferðar er öllum alltaf boðið upp á heitt kakó og kleinur, sem flestum finnst alveg frábært." Allt annar heimur en ég hélt Kúti segir að þetta sé allt annar heimur en hann hafði gert sér í hugarlund. "Og ég er búinn að læra mikið á þessum stutta tíma. Hvað verst þykir mér að vera ekki betur að mér í tungumálum en ég er en stærsti hlutinn af farþegunum er útlendingar. Reyndar er alltaf leiðsögumaður með í för en þarna finn ég hvað mig vantar og vildi gjarnan reyna að bæta úr því. Húsavík er líka afskaplega ensku mælandi heimur á þessum árstíma, allavega á bryggjunum þar sem túristarnir bíða oft í röðum eftir því að komast í hvalaskoðun og aðra afþreyingu. Ég er mörgum þakklátur," segir Kúti. "Stefáni fyrir að gefa mér þetta tækifæri og Gísla Eiríks og öðrum í Framhaldsskólanum fyrir að koma upp þessu námskeiði sem mig og fleiri vantaði. Þetta er eitt hvað sem í raun hefur gefið manni nýja sýn á lífið. Ég átti alveg eins von á því eftir aðgerðina að þetta væri bara búið, maður væri úr leik atvinnulega séð. En þetta sumar hefur heldur betur breytt þeim hugs unarhætti. Ég veit ekki með framhaldið, það er búið að biðja mig að vera áfram og ég sagði að ég ætlaði að vera heima hjá mér á jólunum, annars væri ég til í næst um hvað sem er. Svo á það bara eftir að koma í ljós," sagði Kúti á Háeyri að lokum. Viðtal Ómar Garðarsson www.eyjafrettir.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is