Trió Gylfa Ægissonar Mynd þorgeir Baldursson 2011
Tríó Gylfa Ægissonar, Rúnars Þórs og Megasar fær afhenta gullplötu í kvöld til marks um sölu á 5000 eintökum af plötu þeirra félaga. "Þetta er bara mjög fínt," sagði Ísfirðingurinn Rúnar Þór Pétursson er blaðamaður innti hann eftir viðbrögðum. "Það er auðvitað mjög flott að vera búnir að selja svona mikið af þessari plötu." Í kvöld mun tríóið einnig gefa út DVD disk með upptöku af tónleikum í Austurbæjarbíói í fyrra. Af því tilefni verður útgáfupartý að Grensásvegi 5 milli klukkan 20 og 22 í kvöld.
Bandið er hvergi nærri hætt en það er nýkomið úr hljóðveri þar sem sungið var inn á nýja plötu. Hún var tekin upp í Geimsteini í Keflavík þar sem sonur Rúnars Júl sá um upptökur og útsetningar. Heimild www.bb.is