30.08.2011 00:10

155-Lundey NS 14 á landleið

                          155 Lundey NS 14  © mynd þorgeir Baldursson 
MYNDIN ER TEKIN I SIÐUSTU VIKU ÞEGAR LUNDEY SIGLDI FRAMHJÁ BEITIR NK 123 
Á MIÐUNUM FYRIR AUSTAN LAND

Mjög góð makrílveiði hefur verið í þessum mánuði og fyrir vikið hefur gengið hratt á makrílkvóta uppsjávarveiðiskipa HB Granda. Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarveiðisviðs félagsins, eru nú aðeins óveidd um 2.000 tonn af kvótanum, að því er fram kemur í frétt á vef HB Granda

Að sögn Vilhjálms datt makrílveiðin niður í gær eftir mjög góðan gang í veiðunum allan ágústmánuð og hefur verið dauft yfir veiðum síðasta sólarhringinn. Mjög mörg skip hafa verið á takmörkuðu svæði út af Austfjörðum undanfarna daga, hvort tveggja uppsjávarveiðiskip og frystitogarar, og í morgun voru um 30 skip á veiðum á þessum slóðum.

,,Við eigum óveidd tæplega 2.000 tonn af makrílkvótanum en það er ekki ráðið hvert framhaldið verður. Nú er svigrúm til að geyma kvóta til næsta árs eða veiða 10% af aflaheimildum næsta árs og verði sú leið farin þá myndu um 1.500 tonn bætast við aflaheimildirnar í makríl á þessu ári," segir Vilhjálmur en að hans sögn er staðan allt önnur hvað varðar norsk-íslensku síldina. Óveidd eru rúmlega12.000 tonn af síldarkvótanum og vonir eru bundnar við að það aflamagn dugi til þess að halda vinnslunni á Vopnafirði gangandi fram í októbermánuð. Hafa ber í huga að jafnan er eitthvað um makríl í afla skipanna þegar þau eru að síldveiðum og því verða þau að eiga makrílkvóta til að tryggja að síldarkvótinn nýtist sem best.

Vinnslu úr Faxa RE, sem er á Vopnafirði, lýkur um miðnættið en Lundey NS er á landleið með blandaðan afla, um 135 tonn af síld, 105 tonn af makríl og 10 tonn af kolmunna eða samtals um 250 tonn. Ingunn AK er á miðunum og hefur veiðar í kvöld og er vonast til þess að skipið verði á Vopnafirði nk. miðvikudag, segir ennfremur á vef HB Granda.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1064
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060480
Samtals gestir: 50933
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:39:58
www.mbl.is