01.09.2011 22:30Húni 2 Frá öngli til maga Ungmenni um borð i Húna 2 © mynd þorgeir Baldursson 2011 Jón Ingi Björnsson sjávarútvegsfræðingur sýndi börnunum sjávardýr © þorgeir Baldursson Börnin um borð i Húna i dag © mynd þorgeir Baldursson 2011 Fleiri myndir frá ferðinni eru i myndaalbúmi hér efst á siðunni Verkefnið "Frá öngli í maga" er komið af stað: Grunnskólabörn haft gagn og gaman af Skóladeild Akureyrararbæjar gerði í fyrsta sinn á
dögunum, formlegan samning við Hollvini Húna II, vegna verkefnisins, "Frá öngli
í maga", sem er fyrir nemendur í
6. bekk. Hollvinir fengu styrk að upphæð 1 milljón króna til
ungmennastarfs. Verkefnið hefur verið í gangi undanfarin ár þar, sem Húni
II býður öllum nemendum í sjötta bekk í grunnskólum Akureyrar í siglingu, að
undanskildum grunnskólunum í Hrísey og Grímsey. Markmið verkefnisins er að auka áhuga
og skilning þátttakenda á lífríki hafsins, sjómennsku og á hollustu
sjávarfangs. Fjölmörg grunnskólabörn hafa tekið þátt í verkefninu undanfarin ár
og haft bæði gagn og gaman af. Fyrsta ferðin í haust var farin sl. þriðjudag en
það voru krakkar í Síðuskóla sem riðu á vaðið fyrstu tvo dagana. Nemendur í
Naustaskóla fóru í siglingu í dag en verkefnið stendur til 16. september og þá
verða nemendur allra skólanna búnir að fara í siglingu. Gunnar Gíslason
fræðslustjóri segir verkefnið fara vel af stað og að markmiðið sé að festa
þetta í sessi. "Ég hef ekki heyrt af neinum krakka sem finnst þetta ekki
skemmtilegt, enda nýtur þetta mikilla vinsælda. Við komum við móts við Hollvina
Húna II núna þar sem Saga Fjárfestingabanki er farinn úr bænum og við viljum
finna þessu farveg," segir Gunnar. heimild Vikudagur.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4356 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123482 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is