02.09.2011 22:42

1395 Kaldbakur Ea 1 úr slippnum

                           1395- Kaldbakur Ea 1 © mynd þorgeir Baldursson 2011

                  Fékk aðstoð frá Dráttarbátum hafnarinnar © mynd Þorgeir Baldursson
Kaldbakur Ea 1 kom úr slipp i dag eftir mikla skveringu hjá Slippnum og þar endurheimti skipið sitt gamla nafn Kalbakur sem að skipið hafði haft siðan það var smiðað árið 1973 og hefur skipið aðeins borið tvö nöfn hitt nafnið er Sólbakur Ea 1 og mun skipið halda til veiða á morgun i fyrsta túr undir merkjum Útgerðarfélags Akureyringa eftir að Samherji keypti Fyrirtækið

Skip Samherja hafa verið að koma til hafnar að undanförnu með mikinn afla og aflaverðmæti og það hefur því verið mikið um að vera í Eyjafirðinum. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja segir að aflabrögð hafi verið góð, staða á mörkuðum sé góð og að vel hafi gengið í vinnslum félagins bæði á Akureyri og Dalvík.
 

Snæfell EA landaði á Akureyri í vikunni úr veiðiferð sem hófst í byrjun ágúst. Skipið var að veiðum á Vestfjarðamiðum og var uppistaðan ufsi og svo karfi. Afli Snæfellsins var um 445 tonn af frosnum afurðum og aflaverðmætið um 270 milljónir króna. Þá landaði Oddeyrin í gær en skipið var að veiða karfa og grálúðu djúpt út af Vestfjörðum. Oddeyrin landaði um 340 tonnum af frosnum afurðum og er aflaverðmætið tæpar 200 milljónir króna. Kristján segir að Snæfellið haldi til ísfiskveiða næstu vikurnar og fiski fyrir vinnslur Samherja á Dalvík og Akureyri.

Björgvin EA landaði fyrir helgi um 270 tonnum af frosnum afurðum, uppistaðan var ufsi og karfi og var aflaverðmætið um 160 milljónir króna. Björgvin er nú komin í slipp á Akureyri en fer til veiða á ný upp úr miðjum september, að sögn Kristjáns. Björgúlfur EA landaði 100 tonnum af þorski sl. sunnudag og aftur 100 tonnum á miðvikudag og fór aflinn til vinnslu á Akureyri og Dalvik.

Þá landaði Baldvin NC, í sextánda og síðasta sinn í bili, á Dalvík í fyrrakvöld. Aflinn var um 180 tonn af ferskum þorski en skipið hefur verið við veiðar á Grænlandsmiðum.og er reiknað með að skipið fari til rækjuveiða á flæmska hattinn innan tiðar

 Kaldbakur EA er að koma úr slipp eftir viðhald og málun og heldur til veiða fljótlega.


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3981
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123107
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18
www.mbl.is