05.09.2011 17:04155-Lundey NS 14 á landleið með góðan afla Lundey NS 14 © Mynd Þorgeir Baldursson 2011 Lundey NS er á leið til hafnar með um 380 tonn af afla. Áætlað er að um 220 tonn af síld og 160 tonn af makríl séu í afla skipsins. "Síldin og makríllinn eru á mjög mikilli ferð og til marks um það þá höfum við verið að veiða úr mjög góðum bletti sem við fundum við Glettinganesstotuna fyrir þremur dögum. Þarna voru gríðarlega góðar lóðningar og á þessum dögum eltum við torfuna um 100 sjómílna leið, fyrst í austur og síðan í suðaustur. Í gær toguðum við samfleytt 30 mílur í suðaustur og það var óhemjumikið að sjá. Í gærkvöldi var eins og allt gufaði upp. Fyrst héldum við að fiskurinn hefði skellt sér niður á 100 faðma dýpi eða þar um bil, sem ekki er óalgengt, en það var ekki reyndin," segir Stefán Geir Jónsson, sem er skipstjóri á Lundey NS í yfirstandandi veiðiferð, í samtali við vef HB Granda í dag. Stefán Geir segir að lítill afli hafi fengist í nótt sem leið og þegar ákveðið var að halda til hafnar hafi Lundey verið um 50 mílur frá miðlínunni milli Íslands og Færeyja og í dag séu flest skipin að veiðum um 30 til 40 mílur frá miðlínunni. Veiðisvæðið er því nú í 120 mílna fjarlægð beint austur frá Norðfirði. Svo virðist hins vegar sem veiðin hafi svo til þurrkast upp í Hvalbakshallinu og á Þórsbankanum, þar sem frystitogarar og uppsjávarveiðiskip hafa verið að makrílveiðum undanfarnar vikur. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 994 Gestir í dag: 65 Flettingar í gær: 3437 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 1019460 Samtals gestir: 49948 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:30:22 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is