26.09.2011 07:13

Mikil sala á Sjávarútvegssýninunni

                     Anton og Sigtryggur á sýningunni um helgina © Mynd þorgeir

"Þetta er eins og með öll verkefni, það hjálpar allt til," segir Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf. Slippurinn gekk á laugardag frá samningum við útgerðarfyrirtækið Onward Fishing, dótturfyrirtæki Samherja í Skotlandi, um smíði vinnslulínu í togarann Norma Mary sem er um þessar mundir í lengingu og vélarskiptum í Póllandi.

Segir Anton samningana skila fyrirtækinu um 50 milljónum króna, en um 145 starfsmenn vinna hjá Slippnum. Hafist verður handa við smíði vinnslulínunnar í dag og er áformað að ljúka verkinu í desembermánuði. Anton segir einnig færavindur hafa selst vel á sýningunni, eða fyrir um 25 milljónir króna, og þá sér í lagi hina nýju makrílvindu. "Þannig að við erum mjög ánægðir með sýninguna," segir Anton.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is