Athena við bryggju i Færeyjum mynd af Shippspotting
Frettin eins og hún var þann 9 mai 2011 heimild www.mbl.is
Togarinn Athena brennur enn í Høgabóli í Skálafirði í Færeyjum. Vindátt er að breytast og hefur lögreglan beðið íbúa á Glyvrum og Lambareiði að fara að heiman vegna hættu á reykeitrun, að sögn Dimmalætting.
Færeyskar sjónvarpsmyndir sýna togarann skíðlogandi. Slökkviliðsstjórinn og yfirmaður lögreglu á staðnum mæla með því að togarinn verði dreginn í burtu.
Ekki hefur verið talið óhætt að senda slökkviliðsmenn um borð vegna sprengihættu, að því er kemur fram í frétt Sosialurin. Mikil sprenging varð um borð í togaranum í morgu og óttast er að fleiri sprengingar geti orðið.
Færeysk sjónvarpsfrétt um brunann