12.10.2011 19:12

Kolmunnakvótinn 2012


                              Álsey VE 2 © mynd Þorgeir Baldursson 2010
Á fundi strandríkja um stjórnum veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2012, sem haldinn var í London í vikunni, náðist samkomulag um að heildarafli verði 391.000 tonn. Er hér um að ræða töluverða aukningu frá árinu 2011 þegar heildaraflinn var ákveðinn 40.100 tonn.
 

Íslenskum skipum verður því heimilt að veiða 63.477 tonn á árinu 2012 að frádregnum flutningi aflamarks á milli ára. Ákvörðunin er samkvæmt ráðgjöf ICES og þeirri langtíma stjórnunaráætlun sem strandríkin samþykktu haustið 2008, en áætlunin er í samræmi við varúðarnálgun við stjórn fiskveiða að mati ICES. Þeirri langtíma stjórnunaráætlun er ætlað að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til lengri tíma, segir í frétt frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is