29.11.2011 23:07Norðurljósin Séð i gegnum NætursjónaukaNorðurljósin séð í gegnum nætursjónaukaÞriðjudagur 29. nóvember 2011 Þegar skyggja tekur á haustin taka við hjá þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar reglulegar kvöld- og næturæfingar með og án nætursjónauka. Þessar æfingar eru hluti af reglubundinni þjálfun hjá flugdeildinni og eru mjög mikilvægur undirbúningur fyrir veturinn og skammdegið. Nætursjónaukar hafa þann eiginleika að magna margfalt upp alla birtu. Þegar horft er í gegn um þá í myrkri er það svipað og sjá í dagsbirtu. Sjá má minnstu ljóstýru langar leiðir. Þetta gerir þyrluáhöfnum kleift að fljúga við aðstæður sem annars væru óhugsandi. Þetta þarf að hafa í huga við björgunaraðgerðir þegar þyrlan kemur á vettvang í myrkri. Þá þarf að lágmarka alla birtu á staðnum til að hægt sé fyrir þyrluáhöfnina að athafna sig með nætursjónaukum. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA eru báðar eru með nætursjónaukabúnað sem hefur gerbreytt starfsumhverfi og möguleikum þyrluáhafna til að sinna starfi sínu að nóttu til. Að nota nætursjónauka er vissulega mjög ólíkt því að vinna i dagsbirtu. Sjónsvið við notkun þeirra er aðeins 40 gráður sem líkja má við það að horfa í gegnum klósettrúllu. Einnig nýtast nætursjónaukar ekki við aðstæður þar sem ekki er tunglsljós og alskýjað, þar sem þá er ekkert ljós til að magna upp. Einnig hefur græni liturinn þau áhrif að dýptarskyn minnkar. Er því mjög mikilvægt að vera í góðri þjálfun við notkun þeirra. Þessi glæsilega mynd af Norðurljósunum var tekin af áhöfn TF-LIF, í gegnum nætursjónauka, þegar þyrlan var í þriggja kílómetra hæð yfir norðurenda Langjökuls um kl. 23:30 þann 28. nóvember. Heimild Landhelgisgæslan www.lhg.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is