02.12.2011 11:56

Trefjar afhenda nýjan bát til Frakklands


           Nýji báturinn frá trefjum mynd Trefjar.is

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Lorient á vesturströnd Frakklands. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Femmes de Legende og er 17 brúttótonn.  Þetta er ný útgáfa af hinum vinsæla Cleopatra 38 bát, að því er segir í frétt frá Trefjum.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V158TIM 600hp tengd ZF360IV gír.
Báturinn er útbúinn 6kW rafstöð af gerðinni Westerbeke.  Siglingatæki eru frá Furuno.  Hann einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til netaveiða og makrílveiða með handfærarúllum.
Netaborð er frá Beiti.  Handfærarúllur eru frá DNG.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 16 stk 380 lítra kör í lest.  Lestin er útbúinn með kælikerfi.  Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá til fjóra auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Lorient allt árið. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar í næstu viku.  4 menn verða í áhöfn.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3981
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123107
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18
www.mbl.is