06.12.2011 18:21

Isfélag Vestmannaetja fagnar 110 ára afmæli

Ísfélag Vestmannaeyja fagnar 110 ára afmæli

Elsta hlutafélag landsins og jafnframt elsta sjávarútvegsfyrirtækið, Ísfélag Vestmannaeyja, fagnaði því í síðustu viku að 110 ár eru liðin frá því að fyrirtækið var stofnað. Ísfélagið, sem var stofnað 1. desember 1901, er í dag á meðal öflugustu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja landsins og gerir út sex skip. Auk umfangsmikillar starfsemi í Vestmannaeyjum er fyrirtækið með talsverða starfsemi á Þórshöfn á Langanesi.  Starfsmenn í báðum starfsstöðvum gerðu sér glaðan dag í tilefni tímamótanna.

"Saga Ísfélags Vestmannaeyja er öðrum þræði saga atvinnuþróunar og samfélagsins í Eyjum og um leið staðfesting þess að þegar fyrirtæki eru stofnuð eru þau ekki hugsuð sem skammtímalausn heldur er þeim ætlað hlutverk til langrar framtíðar. En það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki nái svo háum aldri," segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í samtali við Útveginn.

Stefán segir hollt að rifja upp söguna á tímum sem nú, þar sem  sjávarútvegsfyrirtæki upplifi viðvarandi óvissu um framtíðina og búi við yfirvofandi grundvallarbreytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. "Traust atvinnustarfsemi er kjölfesta hvers samfélags og það fjöregg sem menn henda ekki á milli sín í karpi um pólitískan rétttrúnað."

Starfsemi Ísfélagsins hefur breyst mikið á löngum tíma. Upphaflega var tilgangurinn rekstur á beitufrystihúsi sem síðan þróaðist út í að verða eins konar frystigeymsla fyrir Eyjamenn, þar sem fólk  gat geymt kjöt og aðrar nauðsynjar.  Fiskvinnsla á vegum félagsins hófst 1942 og árið 1956 urðu ákveðin straumhvörf í sögu þess. Þá komu tólf útgerðarmenn til liðs við félagi og lögðu jafnframt inn afla báta sinna til vinnslu.

Þótt Ísfélag Vestmannaeyja sé allra sjávarútvegsfyrirtækja elst á landinu eiga fjölmörg útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sér langa sögu víða um land. Þannig má rekja rætur HB Granda hf. allt aftur til ársins 1906, Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. á sér 70 ára sögu, Skinney-Þinganes 65 ára sögu og þannig mætti áfram telja.

Isfélagið 110 ára_starfsmannaviðurkenningar
Þessir átta starfsmenn Ísfélags Vestmannaeyja fengu viðurkenningu fyrir 25 ára starfsferil hjá fyrirtækinu. Að auki fengu 11 starfsmenn viðurkenningu fyrir 30-50 ár í starfi.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is