07.12.2011 14:10Bræla á loðnumiðunum sjö skip i Isafjarðarhöfn Ingunn Ak og Börkur Nk i Isafjarðarhöfn © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011 Börkur og Ingunn © Mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011 Erika GR-18-119 ex Hákon EA © mynd Halldór Sveinbjörsson 2011 Hákon EA 148 © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011 Beitir NK 123 © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011 Skipverjar á Beitir Nk gera landgangin kláran © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011 Jón Kjartansson Su og Beitir NK © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2011 Jón Kjartansson SU 111 við bryggju á Isafirði i morgun © Mynd halldór Sveinbjörnsson 2011 Fjöldi loðnuskipa i Isafjarðarhöfn i dag Sjö loðnuskip liggja við festar í Ísafjarðarhöfn vegna brælu á Vestfjarðamiðum. Skipin hafa undanfarna daga verið að veiðum út af Vestfjörðum en lítið hefur fundist af loðnu í veiðanlegu magni. Meðal skipanna er Hákon EA frá Grenivík. Að sögn Björgvins Birgissonar skipstjóra, hefur ískrapi á miðunum gert áhöfninni erfitt fyrir. "Við höfum séð lítið af loðnu. Hún hefur staðið djúpt og veðurskilyrði hafa verið frekar slæm. Við reiknum með að vera í landi fram á föstudagsmorgun og ætli við tökum þá ekki stefnuna norður af Halanum," segir Björgvin. Auk Hákons EA eru í höfn Jón Kjartansson SU frá Eskifirði, Ingunn AK frá Akranesi, Börkur NK frá Neskaupstað, Beitir NK frá Neskaupstað, Faxi RE frá Reykjavík og grænlenska skipið Erika, sem er það eina sem veitt hefur einhverja loðnu. heimild www.bb.is ALLAR MYNDIR Halldór Sveinbjörnsson Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4356 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123482 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is