14.12.2011 17:14

Nökkvi eignast Sérhannaðan seglbát fyrir fatlaða

                         Rúnar þór Björnsson formaður Nökkva © Mynd þorgeir Baldursson 2011

                         Segir frá starfsemi klúbbsins og fleiru mynd þorgeir Baldursson 2011

                     Styrktaraðilar ásamt formanni klúbbsins mynd þorgeir Baldursson 2011

Nökkvi eignast sérhannaðan seglbát fyrir fatlaða

Nökkvi, félag siglingamanna á Akureyri, hefur sl. þrjú ár unnið að kaupum á sérhönnuðum seglbát fyrir fatlaða. Það var því langþráður draumur að geta tekið glænýjan, Access 303 wide, tveggja manna seglbát upp úr pakkningum í vikunni.  Rúnar Þór Björnsson formaður Nökkva segir að þessi nýja hönnun hafi gerbreytt möguleikum hreifihamlaðra að sigla á eigin vegum eða kannski frekar á eigin öldum.

Báturinn er hannaður í Ástralíu en framleiddur í Malasíu. Í Bretlandi eru nú þegar stórir klúbbbar eða samtök sem standa fyrir kennslu og mótahaldi í siglingum fatlaðra. Þroskahjálp á Norðurlandi, Kiwanisklúbburinn Kaldbakur, Lionsklúbburinn Hængur og Siglingasamband Íslands styrktu kaup bátsins, sem er sá fyrsti hér á landi og með þeim fyrstu á Norðurlöndunum.  Styrktaraðilum klúbbsins, ásamt fjölda gesta var boðið í Hof í gær til að gleðjast með Nökkvamönnum og kynna sér hvaða möguleika svona bátur gefur fötluðum sem hafa áhuga á siglingum og sjósporti. Til að fullkomna athöfnina tilkynnti einn félagi Kiwanisklúbbsins Gríms í Grímsey, Bjarni Magnússon, að klúbburinn hyggðist styrkja siglingaklúbbinn Nökkva um einn Optimist seglbát fyrir frábært starf með börnum. Rúnar Þór segir að ekki verði siglt mikið næstu mánuði en tíminn notaður til undirbúnings fyrir næsta ár en boðið verður upp á sérstakt námskeið í siglingum fyrir fatlaða einstaklinga strax næsta sumar. teksti Vikudagur.is



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is