20.12.2011 14:06

Gríðarleg áhrif 27% veiðigjalds á sjávarbyggðir.

20.12.2011


                                           Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 mynd óskar P Friðriksson 2011
Gríðarleg áhrif 27% veiðigjalds á sjávarbyggðir.


Gangi áform stjórnvalda eftir um 27% veiðigjald af vergri framlegð (EBITDA) fiskiskipaflotans munu útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 1.245 milljónir króna á ári m.v. fyrirliggjandi forsendur á þessu fiskveiðiári. Þetta má leiða út úr svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars Kr Guðfinnssonar alþingismanns. Til þess að setja þessa skattgreiðslu í samhengi við áþreifanlegt dæmi,  þá nemur þessi fjárhæð hátt upp í kaupverðið á  hinum nýja togara Vestmanneyinga,  Þórunni Sveinsdóttir VE 401. Þessi áform stjórnvalda munu hafa mjög alvarleg áhrif á fjárhagslega stöðu fjölmargra sjávarútvegsfyrirtækja og byggðarlög. Viðbúið er að fjöldi fyrirtækja muni neyðast til að hætta rekstri, sameinast arðbærustu fyrirtækjunum eða þau lendi í þroti.  Hér að neðan er listi yfir heimahafnir og  tilgreindar þær fjárhæðir sem viðkomandi útgerðir í viðkomandi byggðarlögum munu koma til með að greiða, gangi þessi áform eftir. Byggðarlögin sem verma efstu sætin eru auk Vestmannaeyja, Reykjavík með um 1.150 milljónir króna, Grindavík greiðir 654 milljónir króna, Akranes 496 milljónir króna, Neskaupstaður 456 milljónir króna og Hornafjörður mun greiða 388 milljónir króna. Listi yfir einstakar hafnir. af www.liu.is

 
Fleiri fréttir á LÍÚ

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is