21.12.2011 21:04

Sjómannslif Ljósmyndasýning á Isafirði


                                            Forsiðan á Bókinni

                     Eyþór Jóvinsson höfundur bókarinnar i blóðgun

                                          Vænn steinbitur á linuna 

                                                     Barist um fæðuna 

                                              Súlasker 
       Fyrir nokkrum dögum , föstudaginn 16. Desember opnaði ljósmyndasýningin Sjómannslíf í
Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Sýningin inniheldur ljósmyndir úr
nýútgefni bók Vestfirska forlagsins, sem nefnist Sjómannslíf. Þar má
finna myndir sem Eyþór Jóvinsson hefur tekið seinustu 5 ár á sjónum,
samhliða vinnu sinni sem sjómaður.

Sýningin inniheldur 25 ljósmyndir sem gefur nokkuð góða innsýn inn í
nútíma sjómennsku. Myndir frá veiðum, af daglegu lífi, slysum og öðru
sem gerist um borð. Myndir af náttúru, lífríki og litadýrð hafsins.

Bæði bókin og sýningin eru einstök að því leiti að hér fá menn að
kynnast sjómennskunni með sjónarhorni sjómannsins, þar sem hann reynir
að fanga þá stemmingu sem hann hefur upplifað sem sjómaður.

Eyþór hefur verið á stórum frystitogurum, niður í smá trillum á
grásleppu og allt þar á milli, þannig að bókin spannar vítt og
fjölbreitt svið innan sjómennskunar.

Þetta er fyrsta bók Eyþórs auk þess að vera fyrsta einkasýning hans.
En hann hefur þó tekið þátt í fjölda samsýninga til þessa. Sýningin er
styrkt af Menningarráði Vestfjarða.


--


  Eyþór Jóvinsson
    sími: 865-5695

  Verslunarstjóri - Vestfirzka Verzlunin.
  Ritstjóri - Vestfirska Dagskráin.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is