29.12.2011 21:47Frystihúsið í Hrisey iðar af lifi 2775- Siggi Gisla EA 255 © Mynd þorgeir Baldursson Frystihúsið í Hrísey gengur nú í endurnýjun lífdaga. Verið er að standsetja húsið og fljótlega munu færiböndin rúlla þar á nýjan leik. Frystihúsið í Hrísey var byggt árið 1936 af KEA sem hélt þar uppi blómlegri útgerð og fiskvinnslu fram til síðustu aldamóta. Það var mikil blóðtaka, bæði fyrir atvinnu- og mannlíf í eynni, þegar starfsemi þess lagðist af. Síðan KEA hætti fiskvinnslunni hefur ýmis starfsemi verið í gamla frystihúsinu, en síðasta árið hefur það þó staðið autt. Færiböndin fara þó fljótlega að rúlla þar á nýjan leik því Útgerðarfélagið Hvammur er að kaupa húsið af Byggðastofnun og færa þangað rekstur sinn. Þröstur Jóhannsson hjá Útgerðarfélaginu Hvammi segir að þó að vinnslan þar verði kannski ekki á við það þegar 70-80 manns unnu í húsinu þegar mest var, þá verði líflegra í húsinu en verið hefur. Hjá Hvammi starfa nú 20 manns við það að salta og frysta þorskflök, verka ýsuflök og við framleiðslu á harðfisk. Félagið gerir út einn bát og annar landar hjá þeim. Þessa dagana er verið að standsetja frystihúsið en reiknað er með því að vinnslan hjá Hvammi verði komin þar á fullt eftir áramótin. Hvort frystihúsið verður jafn blómlegt og þegar útgerð Kea í Hrísey var upp á sitt besta, verður tíminn hinsvegar að leiða í ljós. Þröstur segir að allt sé háð verði á fiskmörkuðum og kvóta, byggðakvóta og tíðarfari. Í útgerð og fiskvinnslu séu svo margir óvissuþættir að það sé bara eins og veðurspáin.Heimild.www.ruv.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is