30.12.2011 15:38

Metár hjá Júliusi Geirmundssyni IS 270

                         1977-Július Geirmundsson IS 270 Mynd Þorgeir 2011

Árið sem er að líða var það besta hjá frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270. Sverrir Pétursson útgerðarstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., sem gerir Júlíus út, áætlar að aflaverðmæti skipsins sé um 1600 milljónir króna, þrátt fyrir að skipið hafi verið fjórar vikur frá veiðum þegar það var í slipp.

 Sverrir telur að makrílveiðarnar hafi skipt sköpum. "Þetta er annað árið í röð sem skipið er á makrílveiðum og þar var aflaverðmætið um 340 milljónir króna og það er viðbót við það sem var árið 2010," segir Sverrir. Júlíus hefur verið bundinn við bryggju yfir jólahátíðina og heldur að nýju til veiða mánudaginn 2. janúar. 

Heimild www,bb.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is