08.01.2012 20:18Saga K sjósetning og fleira Saga K sjósett á Akureyri © Mynd þorgeir Tveir Öflugir kranar sjósettu bátinn © mynd þorgeir Baldursson 2011 Saga K á siglingu skömmu fyrir brottför © mynd þorgeir Baldursson 2011 Á fullri ferð © mynd þorgeir Baldursson 2011 Séð aftan á bátinn © mynd þorgeir Baldursson 2011 Komið að bryggju eftir prófanir © mynd þorgeir Baldursson 2011 Tækjapakki frá Sónar er i bátnum © mynd þorgeir Baldursson 2011 Linuspil frá Beitir © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Linukerfið er Mustad frá Sjóvélum mynd þorgeir Baldursson 2011 kælisnigll frá 3x technology er bátnum © Mynd þorgeir Baldursson Vélbúnaður frá Marás Ehf © mynd þorgeir Baldursson 2011 Eldhús og Borðsalur © Mynd þorgeir Baldursson 2011 BB megin i brúnni © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Helgi Sigvaldason skipstjóri i brúnni á Sögu K © mynd þorgeir Baldursson 2011 Sævar Ásgeirsson skipstjóri © mynd þorgeir Baldursson Kör frá Sæplast eru um borð Sögu K © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Lestin er stór og rúmgóð © mynd þorgeir Baldursson 2011 Aðbúnaður áhafnarinnar er með besta móti © mynd þorgeir Baldursson 2011 Áhöfnin á Sögu K skömmu fyrir brottför © mynd þorgeir Baldursson 2011 Landfestum sleppt og lagt i hann © mynd þorgeir Baldursson 2011 Allt klárt fyrir siglinguna til Noregs © mynd þorgeir Baldursson 2011 I lok siðasta árs 2011 afhennti bátasmiðjan Seigla stæðsta plastbát sem að smiðaður hefur verið á islandi og fékk hann nafnið Saga K T-7-T og mun báturinn verða gerður út frá Tromsö i Noregi Báturinn er stærsti plastfiskibátur sem smíðaður hefur verið á Íslandi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Saga K er smíðuð fyrir útgerðarfélagið Eskøy AS í Tromsø í Noregi en Íslendingar standa að því félagi. Saga K er 15 metra langur bátur og flokkast því sem smábátur í norska kerfinu. Skráð lengd er nánar tiltekið 14,98 metrar og skráð breidd er 5,70 metrar. Mesta lengd, frá trjónu framan á og með kassa að aftan, er hins vegar yfir 18 metrar og mesta breidd er 5,80 metrar. Hæðin er mikil á bátnum, um 8 metrar, enda er hann þriggja þilfara. Þess má geta til samanburðar að mesta hæð á 15 tonna plastfiskibátum hér á landi er um 5 metrar. Brúttótonn skipta ekki miklu máli í norska kerfinu en báturinn mældist um 50 brúttótonn væri hann skráður hér á landi. Á fyrsta þilfari í Saga K eru vélarrúm, fiskilest og fjórir tveggja manna klefar. Á öðru þilfari eru vinnsludekk með aðgerðarlínu, dráttarrými, línuspili, beitningarvél og línurekkum. Þar er einnig setustofa, eldhús, borðsalur, þvottahús, baðherbergi með sturtu og geymslur. Á þriðja þilfari eru stýrishúsið, skorsteinshús og loftinntak fyrir utan opið rými. Í stýrishúsi er fullkominn tækjabúnaður. Í Saga K er 911 hestafla Yanmarvél og getur báturinn náð um 12 mílna hraða á klukkustund. Fjöldi aðila kom að smíði Saga K eða útveguði tæki og búnað. Yanmar vélbúnaður og fleira kemur frá Marási ehf., tæki í brú koma frá Sónar ehf., krapavélin er frá Kælingu ehf., vinnslubúnaður er frá 3X Technology ehf., Mustad beitningarvél og línubúnaður er frá Sjóvélum ehf. Rafeyri ehf. á Akureyri annaðist raflagnir og fleira. að lokum má geta þess að báturinn hefur landað einu sinni rúmum 12 ,5 tonnum en um borð eru tvö rekkabúnt með um 18000 krókum hvort sem að gera 38,5oo króka samtals siðustu fréttir voru að allt gengi vel hjá þeim Skrifað af þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4356 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123482 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is