12.01.2012 09:59

Leki að smábát fyrir vestan

                  6571-Isbjörg RE 11 © Mynd Guðmundur St Valdimarsson 2009

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði kom með smábát í togi til Ísafjarðar laust eftir kl. 8 í morgun, en leki kom að bátnum í Ísafjarðardjúpi. Björgunarmenn á Gunnari voru með dælur um borð sem náðu að tæma allan sjó úr bátnum.

Björgunarskipið var kallað út á sjötta tímanum í morgun þegar tilkynnt var um lekan bát rétt fyrir sunnan Ritinn í Ísafjarðardjúpi. Björgunarskipið lét úr höfn nokkrum mínútum eftir að útkall barst en þá þegar voru tveir nærstaddir bátar komnir til aðstoðar hinum leka báti. Farið var með dælu á staðinn og gekk vel að tæma hann. Að því loknu tók björgunarskipið bátinn í tog og er nú að sigla með hann til hafnar. Í Ísafjarðardjúpi er nú fínasta veður, stjörnubjart og suðaustan andvari. Heimild www.bb.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2058
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 1467802
Samtals gestir: 59481
Tölur uppfærðar: 16.5.2025 01:01:13
www.mbl.is