16.01.2012 17:09

Saltmálið i fjölmiðlum

                     Saltútskipun á Spáni © mynd Þorgeir Baldursson 2011

Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki hefði átt að vera augljóst að saltið sem Ölgerðin seldi til matvælaframleiðslu var iðnaðarsalt. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar segir misskilninginn helst liggja í því að þau telji matvælaiðnaðinn vera iðnað. Það sé ekki talað um að saltið sé ekki vottað til matvælaframleiðslu.

"Þegar við fórum að rýna í þetta sáum við að vorum með annað vörulýsingarblað frá framleiðandanum, fyrir um þremur árum, sem sagði að þetta væri HACCP vottað, segir Andri Þór og þetta sé því ekki alveg eins klaufalegt og talið var í byrjun. "Vegna þess að við höfðum þá ástæðu til að telja að þessar lýsingar hefðu ekkert verið að breytast."

Þegar spurt er hvort það hljóti ekki að vera einhver munur á iðnaðarsalti og salti til matvælaframleiðslu, því annars sé ástæðulaust að gera slíkan greinarmun, segir Andri Þór, "Það er enginn greinarmunur á innihaldslýsingu. Það er "enginn eðlismunur á þessu salti."

Þegar spurt er frekar um hvort það sé ekki einhver munur á þeim efnum sem eru í saltinu segir Andri Þór svo ekki vera. "Það er hægt að finna einhver minniháttar frávik sem falla innan allra marka sem sem gerðar eru til matvælaframleiðslu og neyslu. Það er algjörlega sambærilegt. Salt er bara salt í þessu samhengi en það er bara verið að tala um vottun á ferlum varðandi geymslu og slíkt."

Andri Þór ítrekar að saltið sé algjörlega hættulaust með öllu.

Í þessu samhengi er eðlilegt að velta fyrir sér verðmun á iðnaðarsalti og salti vottuðu til matvælaframleiðslu og aðspurður segir Andri að þar muni um 20% á innkaupsverði og sá verðmunur skili sér að sjálfsögðu út í verðlagið.heimild www.mbl.is

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að Ölgerðin hefði birt vörulýsingar á saltinu.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is