17.01.2012 15:19150 Ára afmæli Akureyrarkaupstaðar Gamlabrúin yfir Glerá © Mynd þorgeir Baldursson 2011 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar Við undirbúning afmælisársins hefur verið lögð
sérstök áhersla á þátttöku sem flestra bæjarbúa og að allir leggi sitt af
mörkum við að gera afmælið sem eftirminnilegast. Íbúar sveitarfélagsins eru
hvattir til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum og láta ekki sitt eftir
liggja, hvort sem er við að byggja upp hátíðlega stemningu eða fegrun bæjarins. Í tilefni afmælisins verður meðal annars gefið út
sérstakt afmælislag sem Bjarni Hafþór Helgason hefur samið, stefnt verður að
frumsýningu leikritsins Borgarinnan eftir Sögu Jónsdóttur, tvær nýjar bækur
verða gefnar út, annars vegar um Lystigarðinn á Akureyri og hins vegar um
sérkenni og kennileiti í bænum, og bæjarlistamaðurinn Eyþór Ingi Jónsson
stendur fyrir kórverka-tónleikum í Menningarhúsinu Hofi. Minjagripir verða
framleiddir og má þar nefna Monopol-spil með götum bæjarins, púsluspil og
ísskápssegla en seglunum verður dreift inn á öll heimili bæjarins í þessari
viku. Af öðrum viðburðum má nefna vetrarhátíðina Éljagang í febrúar,
uppskeruhátíð skólanna í maí, danska daga í Innbænum í júlí og skáldatíma í
nóvember. Þess má loks geta að öllum er boðið að senda
Akureyri heimatilbúin afmæliskort með góðri kveðju í tilefni tímamótanna. Kortin
skal senda til Amtsbókasafnsins, Brekkugötu 17, 600 Akureyri, og verður efnt
til sýningar á þeim undir lok ársins. Í afmælisnefnd bæjarins sitja Tryggvi Þór
Gunnarsson, formaður, Helena Þ. Karlsdóttir og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Starfsmenn nefndarinnar eru Hulda Sif Hermannsdóttir, Pétur Bolli Jóhannesson
og Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisársins. Nánari dagskrá hvers mánaðar
verður kynnt á heimasíðum bæjarins, www.akureyri.is og www.visitakureyri.is. Nánari
upplýsingar veita: Tryggvi Þór Gunnarsson í síma 660 3168, Hulda Sif
Hermannsdóttir í síma 691 8313 og Sigríður Stefánsdóttir í síma 863 1403. Akureyri 17. janúar 2012 Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is