24.01.2012 18:39

Andlát Snorri Snorrasson








Snorri Snorrason, fyrrverandi flugstjóri, lést laugardaginn 21. janúar síðastliðinn á 82. aldursári.

Hann var sonur hjónanna Snorra Sigfússonar námsstjóra og Guðrúnar Jóhannesdóttur húsfreyju.

Snorri var flugmaður og flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands hf. og síðar Flugleiðum hf. frá 1952-1981. Um skeið átti hann sæti í stjórn félags íslenskra atvinnuflugmanna og í samninganefndum félagsins.

Árið 1961 stofnaði Snorri Sólarfilmu ásamt Birgi Þórhallssyni, en seldi hlut sinn 1980.

Meðfram starfi sínu sinnti hann áhugamáli sínu sem var ljósmyndun. Mikið safn skipa og bátaljósmynda liggur eftir hann auk þess tók hann mikið af náttúruljósmyndum og hafa margar þeirra birst á síðum Morgunblaðsins um áratugaskeið.

Á síðustu árum vann Snorri að varðveislu íslenskrar flugsögu í myndum og máli, sem lauk með útgáfu bókarinnar Íslenskar flugvélar í 90 ár sem kom út árið 2010.

Snorri kvæntist Nönnu Nagtglas Snorrason árið 1950 og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru Jón Karl, Snorri, Helga Guðrún og Haukur.

Að leiðarlokum þakkar Morgunblaðið Snorra Snorrasyni áratuga samstarf sem aldrei bar skugga á og sendir aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is