01.03.2012 12:40

Eldur i Kóp Ba 175

                          Kópur BA 175 © Mynd þorgeir Baldursson 2010

Eldur kviknaði í Kópi BA-175 er hann lá við bryggju á Tálknafirði í morgun. Fjórir menn voru að vinna um borð og sluppu þeir allir ómeiddir. Eldurinn kviknaði á milli þilja í einangrun og mynduðust eitraðar loftgufur um borð.

Mennirnir komust fljótt frá borði og kölluðu til slökkvilið Patreksfjarðar, Bíldudals og Tálknafjarðar. Slökkviliðsstjórinn, Davíð Rúnar Gunnarsson, segir að eldurinn hafi ekki verið mikill en mjög erfitt hafi verið að komast að honum. Skemmdir eru ekki ljósar á þessari stundu en slökkvilið er enn að störfum. www.mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 994
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 3437
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1019460
Samtals gestir: 49948
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:30:22
www.mbl.is