Kópur BA 175 © Mynd þorgeir Baldursson 2010
Eldur kviknaði í Kópi BA-175 er hann lá við bryggju á Tálknafirði í morgun. Fjórir menn voru að vinna um borð og sluppu þeir allir ómeiddir. Eldurinn kviknaði á milli þilja í einangrun og mynduðust eitraðar loftgufur um borð.
Mennirnir komust fljótt frá borði og kölluðu til slökkvilið Patreksfjarðar, Bíldudals og Tálknafjarðar. Slökkviliðsstjórinn, Davíð Rúnar Gunnarsson, segir að eldurinn hafi ekki verið mikill en mjög erfitt hafi verið að komast að honum. Skemmdir eru ekki ljósar á þessari stundu en slökkvilið er enn að störfum. www.mbl.is