03.04.2012 21:41

DFFU Hættir viðskiptum á Islandi

     Baldvin NC 100 á siglingu á Flæmska Hattinum á siðasta ári © mynd þorgeir bald 2012

Deutsche Fischfang Union (DFFU), dótturfyrirtæki Samherja í Þýskalandi, hefur ákveðið að hætta tímabundið öllum viðskiptum við íslenska lögaðila. DFFU mun ekki selja afurðir sínar í gegnum íslensk sölufyrirtæki, sækja þjónustu eða landa úr skipum félagsins á Íslandi.  Einnig sér fyrirtækið sér ekki annað fært en að segja upp samningi um afhendingu hráefnis til fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Til stóð að skip DFFU myndu á þessu ári landa um 3.500 tonnum af ferskum slægðum þorski á Íslandi á tímabilinu 15. apríl fram til 1. september.

Í fréttatilkynningu segir, að stjórnendur DFFU harmi að þurfa að taka þessa ákvörðun en sjái ekki aðra leið færa á meðan ekki sé upplýst hvað fyrirtækið sé grunað um að gera rangt í viðskiptum á Íslandi. Félagið telur ekki gerlegt að taka þá áhættu að halda viðskiptum óbreyttum áfram á meðan það er grunað um lögbrot af gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands. DFFU hafnar því alfarið að hafa brotið lög.

Seðlabanki Íslands lagði hald á bókhaldsgögn DFFU, tölvupósta, rekstraráætlanir og önnur gögn sem vistuð eru hjá tölvufyrirtækinu Þekkingu hf. Fullyrt sé að þessi gögn hafi verið tekin á grundvelli þess að DFFU sé grunað um saknæmt athæfi sem tengist broti á lögum nr. 88/2008 um gjaldeyrismál.

Síðan segir í fréttatilkynningunni:

,,Forsvarsmenn DFFU hafa lagt sig fram um að fara í einu og öllu eftir lögum í viðskiptum við íslenska lögaðila með sama hætti og fyrirtækið kappkostar að gera hvar sem það stundar viðskipti í heiminum. Fyrirtækið hefur aldrei átt í neinum málaferlum við viðskiptaaðila eða í öðrum útistöðum við yfirvöld.  Stjórnendur DFFU taka þessar ásakanir mjög alvarlega og er fyrirmunað að skilja með hvaða hætti þýskt fyrirtæki á að hafa geta gerst brotleg við íslensk gjaldeyrislög. Á meðan fyrirtækið fær ekki upplýsingar um hvaða grunsemdir beinast að því treystir DFFU sér ekki til að taka þá áhættu að eiga viðskipti við íslenska lögaðila. Félagið telur brýnt að Seðlabanki Íslands upplýsi hið fyrsta að hverju grunsemdir beinast svo hægt sé að bregðast við þeim.
Rétt er að minna á að Deutsche Fischfang Union er þýskt fyrirtæki og fer að þýskum lögum og heyrir undir eftirlit þýskra yfirvalda.

DFFU hefur átt í umtalsverðum viðskiptum við íslensk fyrirtæki  á undanförnum árum.  Þessi viðskipti hlaupa á hundruð milljóna króna árlega.  Viðskiptin tengjast íslenskum fyrirtækjum á margvíslegan hátt. Allt frá sölu á afurðum fyrir DFFU, kaupum á flutningsþjónustu og kaup á margþættri þjónustu þegar skip félagsins landa á Íslandi svo sem vistir, veiðarfæri, umbúðir og viðgerðir.  Einnig hefur DFFU greitt tugi milljóna árlega í gjöld til íslenskra aðila eins og t.d.  hafnargjöld.

Í fyrra seldi DFFU meðal annars 3.500 tonn af slægðum þorski, bæði frystum og ferskum, til landvinnslu Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 475
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 7947
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 1093323
Samtals gestir: 51798
Tölur uppfærðar: 3.1.2025 04:25:28
www.mbl.is