09.04.2012 15:25

Skoðunarmenn gúmmíbjörgunarbáta á námskeiði

                               Skoðunnarmenn © mynd Kristján Vikudagur 

                                        Séð inni bátinn ©  mynd Kristján vikudagur

Skoðunarmenn gúmmíbjörgunarbáta á námskeiði

Námskeið fyrir skoðunarmenn gúmmíbjörgunarbáta á Íslandi var haldið í húsnæði Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands á Akureyri nýlega. Alls mættu 12 skoðunarmenn víðs vegar af landinu á námskeiðið en kennarinn var enskur og kom frá þýska fyrirtækinu DSB. Þetta er í fimmta sinn sem slíkt námskeið er haldið hjá Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands, enda er aðstaðan þar eins og hún gerist best. Námskeiðin eru haldin á þriggja ára fresti var það fyrsta haldið á Akureyri árið 2000. Námskeiðið stóð yfir í fjóra daga og m.a. var blásin upp og skoðaður 50 manna gúmmíbjörgunarbátur, sem er í eigu hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík.

Hjá Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands eru fjórir starfsmenn og auk þess að skoða gúmmíbjörgunarbáta, skoða þeir flotgalla og slöngubáta. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðun á áttavitum í skipum og bátum og sleppibúnaði fyrir björgunarbáta.Heimild www.vikudagur.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 475
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 7947
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 1093323
Samtals gestir: 51798
Tölur uppfærðar: 3.1.2025 04:25:28
www.mbl.is