Fertugur Bandaríkjamaður að nafni John Bauby hyggst sigla yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu í árabát vorið 2013 en til þessa hafa sex manns tekist að það sama samkvæmt fréttavefnum Newstimes.com.
Bauby, sem er atvinnukafari og heldur þess utan íslenskt sauðfé á landareign sinni í Easton í Connecticut, segist í fréttinni hvergi vera banginn við ferðalagið fyrirhugaða og þvert á móti hlakka til þess. Flest það sem fólk taki sér fyrir hendur feli í sér hættu.
"Ég er ekki að segja að fólki eigi að vera ábyrgðarlaust og heimskt en ef þú stoppar og hugsar um það sem þú gerir daglega, þú myndir ekki gera helminginn af því ef þú óttaðist það að deyja," segir Bauby.
Hann vinnur nú að því að safna styrkjum til ferðarinnar og æfir stíft fyrir ferðina en ætlunin er að sigla frá Norður-Karólínu til Portúgals. heimild www.mbl.is