08.06.2012 18:27

Likan af siðutogaranum Kaldbak EA 1

Kaldbakur EA 1 kominn til heimahafnar

Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur fengið líkanið af síðutogaranum Kaldbak EA 1 lánað og verður það til sýnis á safninu í sumar. Það var Akureyringurinn Aðalgeir Guðmundsson sem smíðaði líkanið en hann var kyndari um borð í Kaldbak um tveggja ára skeið en fór þá  yfir á Harðbak. Hann notaði aðallega kopar og blikk í smíðina en líkanið er 92 cm langt. Kaldbakur EA kom nýr til Akureyrar árið 1947 en Aðalgeir fór um borð í togarann árið 1948 og starfaði þar þangað til Harðbakur kom nýr árið 1950. Þá fylgdi hann skipstjóra sínum á Kaldbak, Sæmundi Auðunssyni, yfir á Harðbak. Aðalgeir segir að það hafi verið yfir 30 manns á þessum skipum þegar verið var á veiðum við Grænland og saltað var um borð en færri á ísfiskveiðunum. "Lífið um borð var ágætt og manni fannst þetta alveg hátíð á fyrstu árunum."

Aðalgeir, sem orðinn er 87 ára gamall, segist hafa byrjað sem smástrákur að smíða báta og tálga ýmsa hluti með vasahnífnum. "Seinna datt mér svo í hug að láta á það reyna hvort ég gæti ekki smíðað eftirlíkingu af Kaldbak, þegar ég fékk teikningar af honum. Ég byrjaði á verkinu í kringum 1955, þegar ég var um borð í Harðbak. Svo kom þetta smán saman en ég vann mikið við smíðina um borð. Ef ég fór í frí, hafði ég líkanið með mér í land og vann við það heima en svo komu tímabil inn á milli, þar sem ég leit ekki við þessu. En þegar á leið sá ég að þetta myndi takast."

Aðalgeir segir að líkanið af Kaldbak hafi verið víðförult, því á þeim tíma sem hann var að smíða það, var hann við veiðar við Grænland og siglt með saltfiskinn tilEsbjergí Danmörku. Einnig var farið var í söluferðir með ferskfisk, til bæðiEnglandsog Þýskalands. Aðalgeir segir ómögulegt að segja til um það hversu margir tímar fóru í smíðina en hann segist hafa unnið við smíðina með hléum, frá 1955 og næstu þrjú til fjögur ár þar á eftir.

Gaf skipstjóranum líkanið

Aðalgeir færði Sæmundi skipstjóra líkanið að gjöf en hann var þá fluttur frá Akureyri til Reykjavíkur. "Það var þar með komið úr minni umsjá en ég gerði engan fyrirvara um það hvernig ætti að fara með skipið eftir hans dag. Svo féll Sæmundur frá, fyrir aldur fram, en svo liðu nokkur ár, þar til ég frétti af líkaninu á Sjóminjasafni Reykjavíkur á Grandagarði. Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því að líkanið var komið á safnið í Reykjavík, hvort það var ekkjan eða börn þeirra sem höfðu ráðstafað því. En nú er það komið norður fyrir tilstilli Eiríks Ragnarssonar en hann hefur barist fyrir því af miklum krafti að fá það norður og ég aldeilis sáttur við það. Mér finnst að líkanið eigi heima hér fyrir norðan og held að það séu flestir á því að það tilheyri okkur. Það er hins vegar bara í láni en verður hér vonandi sem lengst."

Aðalgeir hætti til sjós í kringum 1960 og fór þá að vinna hjá Jóhanni Guðmundssyni bróður sínum í Sandblæstri og málmhúðun. Síðar gerðist hann næturvörður hjá Slippstöðinni í nokkur í ár. Aðalgeir á lítinn plastbát sem hann er með í Sandgerðisbót og hann segist hafa gaman að því að dunda við bátinn, þótt hann fari ekki mikið á sjó. Hann býr ásamt konu sinni í Sandgerði, rétt ofan við Sandgerðisbót og getur því horft yfir smábátaflotann heiman frá sér. Heimild Vikudagur.is


                    Likanið af Kaldbak EA 1 © mynd Kristján Kristjánsson Vikudagur 2012


                Aðalgeir Guðmundsson Við Kaldbak EA 1 © Mynd Kristján Vikudagur 2012 


                       Afturskipið á Kaldbak EA 1 © Mynd Kristján Vikudagur 2012


                        Framskipið og bakkinn © Mynd Kristján Vikudagur 2012


          Aðalsteinn Litur  yfir Likanið þvilik snilldarsmiði © Mynd Kristján Vikudagur 2012

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3981
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123107
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18
www.mbl.is