09.06.2012 22:16

Langt sjúkraflug hjá TF Lif

Laugardagur 9. júní 2012

Landhelgisgæslunni barst um kl. 09:00 í morgun aðstoðarbeiðni frá rússneska togaranum Aleksey Anichkin sem staddur er á Reykjaneshrygg, um 228 sjómílur frá Reykjanestá. Kallað var á aðstoð túlks sem flutti boð milli þyrlulæknis og skipstjóra togarans. Að mati þyrlulæknis var talið nauðsynlegt að sækja skipverjann og fór þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF frá Reykjavík um kl. 13:00. Þar sem flogið var út fyrir 150 sjómílur var B þyrluvakt í viðbragðsstöðu á flugvelli auk þess sem flugvél Mýflugs var tilbúin til leitar og björgunar, þar sem TF-SIF er farin til tímabundinna verkefna erlendis.

Komið var að skipinu kl.14:13, um 205 sjml. frá Reykjavíkurflugvelli. Seig sigmaður niður og undirbjó manninn fyrir flutning á börum og var hann síðan hífður um borð í þyrluna. Flogið var beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 17:02.


                               Aleksey Anichkin© Mynd þorgeir Baldursson 2012  


 Sigið um borð i Togarann i dag © mynd Landhelgisgæslan



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is