Eldur kom upp í morgun vélarrúminu í Maggy VE 108, sem 85 tonna bátur í eigu Viðars Elíassonar. Báturinn er suður af Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er björgunarbáturinn Þór rétt ókominn að Maggy og einnig er þar farþegabáturinn Stóri Örn, Glófaxi VE og skip að makrílveiðum eru einnig ekki langt frá. Þá er þyrla landheldisgæslunnar komin á svæðið. Maggy mun vera farinn síga nokkuð í sjóinn en ekki er vitað um slys á áhöfn, sem er samkvæmt nýjustu fréttum að fara um borð í Stóra Örn.