2170-Örfirisey RE 4 © Mynd þorgeir Baldursson
Frystitogarinn Örfirisey RE hefur verið að makrílveiðum í sumar eftir að lokið var við mjög umfangsmiklar breytingar og endurbætur á vinnslu-, frysti- og kælibúnaði skipsins. Breytingarnar þýða stóraukna frystigetu og aukin hráefnisgæði hófst 19. mars sl. og tók það um þrjá og hálfan mánuð. Farið var í fyrstu veiðiferðina þann 7. júlí sl. Í frétt á vef HB Granda er haft eftir Trausta Egilssyni skipstjóra að breytingarnar lofi mjög góðu."Það var skipt um allan vinnslubúnað á millidekkinu, nýjum frystibúnaði, sem notar ammoníak sem frystimiðil í stað freons, komið fyrir auk krapavélar með forkæli fyrir sjó. Það er talað um að frystigetan eigi að aukast um allt að rúmlega 50% við þessa breytingu en þar sem við höfum bara verið á makrílveiðum í sumar og heilfryst makrílinn þá hefur enn ekki reynt á hver aukningin er í t.d. flakafrystingunni. Aukningin í heilfrystingunni er þó veruleg. Í fyrra vorum við að frysta um 35 til 37 tonn á sólarhring en nú frystum við hæglega 60 til 65 tonn á sólarhring," segir Trausti.Heimild vefur Hb Granda